Nýr starfsmaður Náttúrustofu á Hólmavík

Skrifað af:

Ritstjórn

Guðfinna Lára með dóttur sinni Írisi Jökulrós. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir hefur verið ráðin sem nýr starfsmaður Náttúrustofu Vestfjarða í 50% starf. Guðfinna hefur starfsaðstöðu í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Meðal verkefna Guðfinnu er að vinna að umhverfisvottun Vestfjarða (EarthCheck) en Náttúrustofa tók við því verkefni í júlí 2019.

Guðfinna Lára er landbúnaðarfræðingur með BS og MS gráðu í búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá hefur hún einnig tekið þátt í ýmsum umhverfisverkefnum og námskeiðum s.s. varðandi nýtingu úrgangs ofl.

Spennt fyrir komandi tímum

Aðspurð segist Guðfinna, sem er nýbúin að eignast barn, vera spennt fyrir komandi verkefni og hlakkar til að hella sér í það um leið og stuttu barneignarleyfi lýkur.

Náttúrustofa Vestfjarða er með starfsstöðvar á Hólmavík, Bolungarvík og Patreksfirði og starfa átta starfsmenn hjá stofnuninni sem eru sérhæfðir í náttúruvísinda- og fornleifa rannsóknum.

Strandir.is birti viðtal við Guðfinnu Láru og mann hennar Ágúst Helga í september síðastliðnum en þau eru sauðfjárbændur í Stóra-Fjarðarhorni ásamt því að rækta grænmeti og selja íbúum í nærsveitum.

Strandir.is fagnar nýju starfi á Hólmavík og óskar Guðfinnu Láru til hamingju og óskar henni velfarnaðar í starfinu.

Guðfinna Lára Hávarðardóttir. Mynd: Aðsend
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.