Nýr listi í Strandabyggð býður sig fram í komandi kosningum

Skrifað af:

Þorgeir Pálsson

Höfnin Hólmavík
Höfnin á Hólmavík. Mynd: Þorgeir Pálsson

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Gleðilegt nýtt ár!

Það er með mikilli ánægju og stolti að við segjum frá því á þessum fyrsta degi nýs árs, að hópur íbúa í Strandabyggð hefur sameinast um að stofna og bjóða fram nýjan lista í komandi sveitarstjórnarkosningunum í maí. Það er sannfæring okkar að Strandabyggð hafi mikla þörf fyrir pólitíska endurnýjun, ný sjónarmið, nýja stjórnsýsluhætti og nýtt fólk í sveitarstjórn. Við tökum þeirri áskorun og stofnum nýjan lista, nýtt afl.

Framundan eru gefandi og spennandi tímar í Strandabyggð sem munu snúast umuppstokkun atvinnutækifæra, endurskipulagningu á tekjumöguleikum og fjárhag sveitarfélagsins, uppbyggingu íbúða- og iðnaðarlóða, nýtt aðalskipulag, áframhaldandi eflingu menntunar og sameiningu sveitarfélaga svo fátt eitt sé talið.

Framundan er líka mjög gagnrýnin umræða um heilbrigða stjórnsýslu, sem laus á að vera við sérhagsmunagæslu og spillingu, en leggur þess í stað áherslu á heildarhagsmuni sveitarfélagsins og fólksins sem í því býr. Okkar trú er að þá vegferð sé ekki hægt að hefja nema með nýju fólki. Á næstu dögum og vikum munum við upplýsa um þá einstaklinga sem standa að baki þessum nýja lista og leggja fyrir íbúa helstu áherslumál og markmið okkar.

Kæru íbúar Strandabyggðar; Það er komin valkostur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Raunverulegur valkostur sem setur hagsmuni allra íbúa í forgrunn. Nú geta íbúar kosið og kallað fram nauðsynlegar breytingar í Strandabyggð ef vilji er fyrir hendi.


Áfram Strandabyggð!

Fyrir hönd hóps íbúa um nýja framtíðarsýn í Strandabyggð – Þorgeir Pálsson

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.