Nýr fréttaritari strandir.is

Skrifað af:

Ritstjórn

Guðbjörg Guðmundsdóttir er nýr fréttaritari strandir.is. Mynd: Aðsend

Strandir.is hefur borist liðsauki í starfslið vefsins en nýr fréttaritari, Guðbjörg Guðmundsdóttir, hefur þegar tekið til starfa. Hún mun sinna gerð viðtala og frétta. 

Guðbjörg er með MA-gráðu í blaða- og fréttamennsku frá HÍ og hefur starfað við skrif fyrir prent og vef um árabil og er núverandi ritstjóri hjá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði einnig hjá Skessuhorni, héraðsfréttablaði Vesturlands, um skeið. 

Ábendingar um efni fyrir strandir.is, fréttir, viðburðir eða áhugaverðar staðreyndir og sögur eru nauðsynlegar til að halda vefnum lifandi og áhugaverðum og við hvetjum því öll til að hafa samband við strandir.is í síma 830 3888 eða með því að senda tölvupóst á strandir@strandir.is.

Það má einnig hafa samband við Guðbjörgu beint í síma 895 0811 eða senda henni skilaboð á Facebooksíðu hennar.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up