Nýr dýralæknir á Ströndum, Dölum og Reykhólum

Skrifað af:

Ritstjórn

Nýr dýralæknir hefur hafið störf í Búðardal. Mynd vinstri: Búðardalur, e. Guðmund St. Valdimarsson, hægri: Danni dýralæknir, aðsend.

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október sl. og tekur við af Gísla Sverri Halldórssyni sem sinnt hefur embættinu frá 2012.

Dýralæknirinn í Búðardal sinnir fimm sveitarfélögum á nokkuð stóru svæði en um er að ræða Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Árneshrepp og Kaldrananeshrepp en að auki gamla Bæjarhrepp, þ.e. alveg inn í botn Hrútafjarðar. Starfið felur í sér að gegna dýralæknisþjónustu fyrir búfé og gæludýr á svæðinu og tryggja þar með dýraeigendum nauðsynlega almenna þjónustu og bráðaþjónustu við dýr.

Lærði í Danmörku og starfaði í Svíþjóð

Daníel lærði dýralækningar í Kaupmannahöfn og starfaði fyrstu tvö árin í Svíþjóð en eftir að hann kom heim leysti hann af dýralækninn í Stykkishólmi 2016-2017 í afleysingum eftir að hann kom heim úr námi. Þá hefur hann rekið sína eigin dýralæknastofu á Egilsstöðum síðan. Daníel flutti í hús fyrirrennara síns og tók við allri aðstöðu svo dýralækninn má finna á sama stað og áður að Ægisbraut 19 í Búðardal.

Líst vel á nýja starfið

Aðspurður segist Daníel lítast vel á starfið en hann er enn að koma sér fyrir í Búðardal og hlakkar til að kynnast fólkinu á svæðinu. Hann á líka ættir að rekja til svæðisins en forfeður hans voru frá Goddastöðum í Laxárdal og Dagverðarnesseli á Fellströnd.

Símatími dýralæknis er alla virka daga frá kl. 9 – 11 í síma 434-1122 en þess utan er hægt að ná í Daníel í s. 841-8422.

Uppfært 22.10.21 kl. 10:45: Áður stóð að röntgenmyndir og blóðgreiningar væru nýjung, enn á eftir að koma í ljós hvernig aðstaðan verður nákvæmlega. Þá var einnig bætt við að Daníel starfaði í Svíþjóð.

Nýr dýralæknir á Ströndum
Almenn dýralæknaþjónusta fyrir gæludýr og búfénað. Mynd: Ásta Þórisdóttir
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.