Nýjar reglur um meðferð og birtingu skjala í Strandabyggð

Skrifað af:

Ritstjórn

Hólmavík
Hólmavík. Mynd: Haukur Sigurðsson.

Á sveitarstjórnarfundi þann 13. apríl sl. voru samþykktar nýjar reglur um meðferð og birtingu skjala og fundargagna í Strandabyggð.

Ætlað að tryggja greiðan aðgang

Reglunum er ætlað að tryggja íbúum Strandabyggðar greiðan aðgang að skjölum sveitarfélagsins, starfsmönnum þess, fyrirtækjum þess og samtökum sem það á aðild að, í samræmi við gildandi upplýsingalög. Meginreglan er að birta öll skjöl sem lögð eru fyrir sveitarstjórn, nefndir og ráð á vef sveitarfélagsins, nema takmarkanir í lögum hindri slíka birtingu.

Óheimilt að birta sum skjöl án leyfis

Leyfilegt er að takmarka aðgang að sumum skjölum, t.d. vinnuskjölum og minnisblöðum til eigin nota og bréfaskriftum við aðila til afnota í dómsmáli, svo dæmi séu tekin. Þá er óheimilt að birta skjöl án leyfis viðkomandi sem varða mikilvæga, virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra, einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga og skjöl sem þagnarskylda er um.

Skjöl með tillögum og erindum sem fjallað er um í nefndum og eiga eftir að hljóta afgreiðslu sveitarstjórnar eru ekki birt fyrr en fundargerðir og mál hafa fengið umfjöllun og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Reglurnar má sjá á vef sveitarfélagsins en þær hafa tekið gildi nú þegar.

Reglur um meðferð og birtingu skjala og fundargagna í Strandabyggð

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Nýlega var endurhleðslusetrið Kyrrðarkraftur stofnað á Ströndum. Kristín hitti Esther Ösp og fékk að heyra um markmið og áherslur setursins.
Sveitarstjórn Strandabyggðar staðfesti formlega uppsögn sveitarstjóra, Þorgeirs Pálssonar á aukafundi í dag og gaf út yfirlýsingu um málið.
Sauðburður hafinn, blóm blómstra og farfuglar byrjaðir að verpa. Í Heygarðshorninu fer Hafdís í Húsavík yfir bændamálefni líðandi stundar.
Finnur Ólafsson er oddviti Kaldrananeshrepps, ræktar kirsuber og vinnur á fiskmarkaði Hólmavíkur. Kristín hitti Finn á bryggjunni á Hólmavík.
Skólaþing er haldið í Strandabyggð á morgun. Markmiðið er að leyfa fólki að koma á framfæri hugmyndum sínum um gott og öflugt skólastarf.
Nemandi í Grunnskóla Drangsness fékk sérstaka viðurkenningu fyrir handrit sitt í handritasamkeppni Árnastofnunar.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up