Ný hraðhleðslustöð OV á Hólmavík

Skrifað af:

Ritstjórn

Þorsteinn Sigfússon svæðisstjóri OV á Hólmavík við nýju stöðina. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Orkubú Vestfjarða setti upp nýja hraðhleðslustöð á Hólmavík sem var tekin í notkun í dag. Hleðslustöðin er 150 kw við hliðina á 50 kw hleðslustöð sem Orkubúið setti upp árið 2018 á „kaupfélagsplaninu“.

Þegar ljósmyndara strandir.is bar að garði voru Oddbjörn og Dóra, íbúar í Bolungarvík að hlaða bílinn sinn, en þau voru á leiðinni til Reykjavíkur og voru með fyrstu viðskiptavinunum sem nýttu sér nýju hraðhleðslustöðina. Aðspurð sögðu þau að þetta skipti gríðarlega miklu máli, að geta hlaðið bílinn á stuttum tíma en það tekur um 45 mínútur að fullhlaða óhlaðinn bíl. Þau fögnuðu framtakinu enda oft á ferðinni og styttir ferðatímann að komast í öfluga hraðhleðslu á leiðinni. Þorsteinn Sigfússon svæðisstjóri OV á Hólmavík fylgdist með hvort allt gengi ekki vel fyrir sig og var ánægður með þessa framför. Hann segir að á næstunni verði önnur 150 kw hraðhleðslustöð sett upp í Bjarkalundi þannig að rafbílaeigendur á Vestfjörðum og Ströndum sem og ferðamenn geta nú komist hraðar á milli áfangastaða. 

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja hraðhleðslustöð á Hólmavík og er nú með tvær stöðvar þar, aðra 50 kw og þá nýju 150 kw.
Oddbjörn og Dóra ánægð með nýju stöðina ásamt Þorsteini svæðisstjóra. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Strandir.is fagnar þessari auknu þjónustu Orkubúsins. Til hamingju Strandafólk.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.