Nemendur á Drangsnesi forrituðu kúluvélmenni

Skrifað af:

Ritstjórn

Nemendur í forritunar- og stærðfræðismiðju. Mynd: Guðný Rúnarsdóttir

Sjóðurinn „Forritarar framtíðarinnar” er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Sjóðurinn veitti Grunnskóla Drangsness styrk til að kaupa búnað og í nóvembermánuði voru nemendur í forritunar- og stærðfræðismiðju.

Skólinn valdi að nýta styrkinn fyrir Sphero kúluvélmenni. Sphero, sem hefur verið þýtt sem Kúlus á íslensku, er vélmenni/þjarkur í formi kúlu, hannaður til þess að kenna krökkum forritun. Honum má stýra með fjarstýringu eða með því að skrifa forrit og senda það yfir á þjarkinn. Guðný Rúnarsdóttir, skólastýra grunnskóla Drangsness segir frá: „Krakkarnir lærðu að stjórna þeim í gegnum smáforrit og gerðu ýmis verkefni, prufuðu að láta kúluvélmennin hreyfa sig í vatni, máluðu með þeim og byggðu þrautabraut fyrir þau úr alls konar efni.“

Í kennarahefti Kúlus segir: Það góða við það að kenna krökkum stærðfræði með vélmenni eins og Kúlus er að hugtökin verða samstundis áþreifanleg, og lifna við í höndum nemandans. Reynsla okkar sýnir að þetta gerir nemendur virkari þátttakendur í náminu og gerir manni kleift, sem fræðara, að ná betur til allra nemenda.

Nemendur skólans lærðu meira um forritun en þau forrituðu líka með micro-bit örtölvum. „Með micro-bit kynntust börnin tungumáli forritunar og röðuðu saman blokkum (skipunum) sem tölvan las og þannig gátu þau t.d. látið díóðuljós blikka. Krókódílasnúrur, díóður og vírar með jákvæða eða neikvæða hleðslu bættust við orðaforða barnanna. Þó svo að smiðjunni sé formlega lokið búa börnin nú yfir þekkingu í forritun og geta gripið í örtölvur og boltavélmenni í tengslum við ýmis verkefni í skólanum á komandi misserum – og dýpka þannig þekkinguna. Við þökkum Forriturum framtíðarinnar kærlega fyrir stuðninginn.“ segir Guðný.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.