Náttúrubarnaskólinn fer vel af stað

Skrifað af:

Dagrún Ósk Jónsdóttir

Náttúrubarnaskólinn í fjöruferð. Mynd: Dagrún Ósk Jónsdóttir

Náttúrubarnaskólinn hóf sitt sjöunda starfssumar með tveimur vikulöngum námskeiðum sem haldin voru nú í júní, í góðu samstarfi við Strandabyggð. Þó að veðrið hafi ekki alveg verið okkur hliðhollt þetta árið er óhætt að segja að það hafi verið mikið fjör. Náttúrubörnin brugðu sér í ólík hlutverk á hverjum degi og voru til að mynda fuglafræðingar, eldfjallafræðingar, veðurfræðingar, galdrafólk, víkingar, landkönnuðir og fleira. Farið var í gönguferðir, leiki, sagðar sögur, skoðuð hreiður, gerðir flugdrekar, búið til sólúr, skotið af boga, send flöskuskeyti og margt fleira. Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna!

Náttúrubarnahátíð framundan

Næst á dagskrá er Náttúrubarnahátíð á Ströndum sem haldin verður með pompi og prakt helgina 9.-11. júlí, en nokkrir viðburðir verða einnig í vikunni fyrir. Meðal annars verður sirkusnámskeið fyrir 8-16 ára á Hólmavík dagana 6.-7. júlí og sirkussýningin Allra veðra von, verður í Sævangi fimmtudagskvöldið 8. júlí, sjá nánar á tix.is.

Náttúrubarnahátíðin mun einkennast af útivist, náttúruskoðun, fræðslu og fjöri og verður fjölbreytt og spennandi dagskrá. Gunni og Felix munu halda uppi fjörinu á laugardagskvöldið og Benedikt búálfur og Dídí munu heimsækja okkur á sunnudeginum. Þá verða skemmtilegar og spennandi smiðjur sem tengjast náttúrunni á boðstólnum, hægt verður að fara á hestbak, farið verður í fuglaskoðun og leiki, sagðar drauga- og tröllasögur í sagnahúsinu, spurningaleikurinn Náttúrubarnakviss verður á sínum stað á föstudagskvöldinu og margt fleira. Eins og áður er frítt á alla viðburði helgarinnar!

Við hvetjum ykkur endilega til að fylgjast með viðburðinum á Facebook og vonumst til að sjá ykkur sem flest!

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up