Mokveiði hjá Hlökkinni

Skrifað af:

Þorvaldur Garðar Helgason

HlökkST 66 að landa í gærkvöldi. Mynd: Þorvaldur Garðar Helgason

Þorvaldur Garðar Helgason segir frá aflabrögðum síðustu daga en hann stendur vaktina á hafnarvoginni á höfninni á Hólmavík.

Hlökkin ST 66 réri í fyrradag og lenti í skítabrælu og tafðist af þeim sökum en allt gekk þó vel og var aflinn um 5,6 tonn þann daginn. Í gær var róið eitthvað norður á við og komið í land um kl 20 í gærkvöldi. Löndun gekk fljótt og vel enda hörkulið að störfum og aflinn reyndist vera 12,6 tonn sem verður að teljast mokveiði. Róið var á svipuð mið síðastliðna nótt en meira um það síðar. Blær ST-85 sem stundað hefur tilraunaveiðar á krabba síðan í sumar fór að vitja um krabbagildrurnar í gær en það var dapurt og væntanlega búið í vetur.

Arnþór Jónsson á dekki, Pétur Matthíasson á krananum, Jón Trausti tekur við á bryggju og Ingvar Pétursson tekur við bölunum. Mynd: Ingimundur Jóhannsson
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.