„Mikilvægt framtak sem getur varðað veginn til framtíðar í náttúruvernd“

Skrifað af:

Ritstjórn

Drangaskörð. Mynd: Rakel Valgeirsdóttir

Jörðin Drangar í Árneshreppi var friðlýst í lok nóvember sl. Jörðin nær frá Drangajökli að sjó á milli Bjarnarfjarðar og Drangavíkur. „Friðlýsingin nær til landsvæðis og sjávarsvæðis Dranga, þ.m.t. til fjöru, hafsbotns, vatnsbols, lífríkis, eyja, skerja, hólma, dranga og annarra landfræðilegra eininga.“

Þessum áfanga fagna náttúru- og umhverfissamtök enda um náttúruvernd að ræða. Strandir.is hafa borist eftirfarandi heillaóskir til Strandafólks og reyndar landsfólks alls.

Umhverfissamtökin Rjúkandi

„Mörg mikilvæg skref hafa verið stigin á undanförnum misserum í friðlýsingarmálum á Íslandi. Á næstu dögum verður jörðin Drangar í Árneshreppi friðlýst, og þau víðerni sem henni fylgja.

Umhverfissamtökin Rjúkandi í Árneshreppi óska Strandamönnum og Íslendingum öllum til hamingju með þennan mikilvæga áfanga til náttúruverndar á Íslandi. Eigendur Dranga eiga heiður skilinn fyrir þá framsýni og kjark að eiga frumkvæði að þessu mikilvæga framtaki sem getur varðað veginn til framtíðar í náttúruvernd, ekki bara á Íslandi heldur líka í alþjóðlegu samhengi.“

Náttúruverndarsamtök Vestfjarða

„Náttúruverndarsamtök Vestfjarða óska Strandamönnum, Íslendingum og Alþjóðasamfélaginu öllu til hamingju með friðlýsingu Dranga sem óbyggt víðerni. Enn eitt skref hefur verið tekið til að varðveita ósnorta náttúru. Drangar eru fagurt dæmi um hvaða mynd jökulsorfið land getur tekið og ekki síðri eru þær menningarminjar sem þarna hvíla, jarðminjar og flóran sem að mestu óröskuð hefur ekki þurft að víkja fyrir ágengum framandi tegundum. Þetta er með sönnu mikið gleðiefni fyrir náttúru og náttúruvernd.“

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.