Menningarsjóður vestfirskrar æsku

Skrifað af:

Ritstjórn

Mynd: Haukur Sigurðsson

Vestfirðingafélagið hefur opnað fyrir umsóknir í Menningarsjóð vestfirskrar æsku 2021. Í ár verða veittir styrkir til framhaldsnáms sem vestfirsk ungmenni geta ekki stundað í heimabyggð sinni.

Vestfirðingafélagið var stofnað árið 1940 sem átthagafélag fyrir brottflutta Vestfirðinga og það var svo árið 1967 sem Sigríður Valdemarsdóttir stofnaði Menningarsjóð vestfiskrar æsku. Í stjórn sjóðsins 2021 eru Heiða Jóna Hauksdóttir, Ásdís Sæmundsdóttir og Sigurður H. Magnússon.

Sjóðnum er fyrst og fremst ætlað að styrkja vestfirsk ungmenni sem ekki geta stundað nám í sinni heimabyggð. Öll ungmenni á Vestfjörðum, þ.m.t. Ströndum, geta sótt um styrk séu þau á leið í mennta- eða framhaldsskóla eða háskóla fjarri heimabyggð. Að öðru jöfnu njóta eftirtaldir forgangs um styrk úr sjóðnum: Ungmenni sem misst hafa fyrirvinnu, einstæðar mæður, og konur; meðan fullt launajafnrétti er ekki raun.

Taka þarf fram nafn, hvaða skóla nemandi stefnir á að fara í og hvenær, ásamt öðrum upplýsingum sem umsækjandi vill koma á framfæri. Umsóknum þarf einnig að fylgja umsögn/rökstuðningur frá skólastjórnanda og/eða öðrum sem þekkja viðkomandi nemanda.

Á síðasta ári voru veittir styrkir til tveggja ungmenna frá Vestfjörðum.Ef engar umsóknir eru frá Vestfjörðum, koma umsóknir brottfluttra Vestfirðinga til greina.

Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2021 og umsóknir ásamt umsögnum skal senda á netfangið: vestfirdingafelagid@gmail.com

Einnig er hægt að senda umsóknir í bréfpósti: Heiða Jóna Hauksdóttir, Digranesheiði 34, neðri hæð, 200 Kópavogur.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.