Menningarsjóður vestfirskrar æsku

Skrifað af:

Ritstjórn

Mynd: Haukur Sigurðsson

Vestfirðingafélagið hefur opnað fyrir umsóknir í Menningarsjóð vestfirskrar æsku 2021. Í ár verða veittir styrkir til framhaldsnáms sem vestfirsk ungmenni geta ekki stundað í heimabyggð sinni.

Vestfirðingafélagið var stofnað árið 1940 sem átthagafélag fyrir brottflutta Vestfirðinga og það var svo árið 1967 sem Sigríður Valdemarsdóttir stofnaði Menningarsjóð vestfiskrar æsku. Í stjórn sjóðsins 2021 eru Heiða Jóna Hauksdóttir, Ásdís Sæmundsdóttir og Sigurður H. Magnússon.

Sjóðnum er fyrst og fremst ætlað að styrkja vestfirsk ungmenni sem ekki geta stundað nám í sinni heimabyggð. Öll ungmenni á Vestfjörðum, þ.m.t. Ströndum, geta sótt um styrk séu þau á leið í mennta- eða framhaldsskóla eða háskóla fjarri heimabyggð. Að öðru jöfnu njóta eftirtaldir forgangs um styrk úr sjóðnum: Ungmenni sem misst hafa fyrirvinnu, einstæðar mæður, og konur; meðan fullt launajafnrétti er ekki raun.

Taka þarf fram nafn, hvaða skóla nemandi stefnir á að fara í og hvenær, ásamt öðrum upplýsingum sem umsækjandi vill koma á framfæri. Umsóknum þarf einnig að fylgja umsögn/rökstuðningur frá skólastjórnanda og/eða öðrum sem þekkja viðkomandi nemanda.

Á síðasta ári voru veittir styrkir til tveggja ungmenna frá Vestfjörðum.Ef engar umsóknir eru frá Vestfjörðum, koma umsóknir brottfluttra Vestfirðinga til greina.

Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2021 og umsóknir ásamt umsögnum skal senda á netfangið: vestfirdingafelagid@gmail.com

Einnig er hægt að senda umsóknir í bréfpósti: Heiða Jóna Hauksdóttir, Digranesheiði 34, neðri hæð, 200 Kópavogur.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up