Málverk af kaupfélagshjónunum í Árneshreppi

Skrifað af:

Ritstjórn

Málverk eftir Bjarna Þór af Gunnsteini Gíslasyni og Margréti Jónsdóttur. Mynd: Arinbjörn Bernharðsson

Aðalfundur Verzlunarfjelags Árneshrepps var haldinn 25. júní síðastliðinn. Við það tækifæri var afhjúpuð mynd af fyrrum kaupfélagsstjórahjónunum Gunnsteini Gíslasyni og Margréti Jónsdóttur sem stóðu vaktina lungann úr sinni starfævi, þetta var gert fyrir tilstilli stjórnar félagsins.

Það kom fram í máli Arinbjarnar Bernharðssonar að þau hafi verið salt og pipar hreppsins í áratugi en nú væru þau farin að láta sig hverfa á vetrum því væri gott að hafa mynd af þeim upp á vegg. Myndin er eftir Bjarna Þór myndlistarmann.

Margrét og Gunnsteinn fyrir framan málverkið af þeim. Mynd: Arinbjörn Bernharðsson

Samkvæmt Arinbirni þá slapp rekstur verslunarinnar réttu meginn við núllið. „Áliðnum vetri var ákveðið að auka hlutafé félagsins og gekk það vel, var aukningin um 2 milljónir króna og líkur hlutafjár aukningunni nú um mánuðarmótin.“ segir Arinbjörn.

„Sérstakar þakkir fá þeir Thomas verslunarstjóri fyrir einstaka þjónustu og Jón Guðbjörn Guðjónsson fyrir flutning á vörum frá flugvelli í verslun.“ segir Arinbjörn að lokum.

Nýjustu fréttir og greinar

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.