Útlit fyrir gott skíðaveður annan í páskum

Skrifað af:

Ritstjórn

Útlit er fyrir gott skíðaveður eftir helgi. Mynd: Ragnar Kristinn Bragason

Aðalbjörg Óskarsdóttir, formaður Skíðafélags Strandamanna segir að útlit sé fyrir ágætis skíðaveður í dag, hægviðri, skýjað og 4°C stiga hiti. Veðrið á víst ekki að vera jafn gott um helgina og líklegast ekki gott færi aftur fyrr en næsta mánudag, annan í páskum. Ef veður gefur tilefni til þá er opnað og gerðar brautir.

Í dag eru 6 km og 20 km skíðagöngubrautir í Selárdal:
6 km skíðagöngubraut milli Geirmundarstaða og Múlaengis, bæði hægt að ganga hefðbundið eða skauta.
20 km braut gerð með sleða og spora að Kringlugili í Selárdal, lítill snjór á köflum, sérstaklega við Gilsstaði.

Þetta kemur fram á Facebooksíðu Skíðafélags.

Í dag er félagið með skíðaæfingu en þau reyna alltaf að æfa þegar veður leyfir.
Skíðasvæði félagsins í Selárdal er næst höfuðborgarsvæðinu fyrir utan Bláfjöll og þykir mjög gott að vera þar, sérstaklega í sunnanátt.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

„Norðvesturkjördæmið hefur verið að eflast mikið síðustu ár og tækifærin þar til áframhaldandi uppbyggingar eru óþrjótandi.“
„Norðvesturkjördæmi á sér aðeins framtíð ef fólk sér fyrir sér framtíð sína þar. Til að fólk vilji búa á stöðunum þarf að huga að fjölbreytni.“
Strandabyggð hlaut veglegan styrk úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar Íslands.
Á síðustu árum hefur færst í vöxt að bændur nýti sér fósturtalningar í ám til hagræðingar í sauðburði. Hér er rætt við fósturteljara.
Á sveitarstjórnarfundi í Strandabyggð þann 13. apríl sl. voru samþykktar nýjar reglur um meðferð og birtingu skjala og fundargagna.
Í síðustu viku varð sú nýbreytni í skólastarfi í Grunnskóla Drangsness að boðið er upp á hádegismat fyrir bæði nemendur og starfsfólk í fyrsta sinn.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up