Aðalbjörg Óskarsdóttir, formaður Skíðafélags Strandamanna segir að útlit sé fyrir ágætis skíðaveður í dag, hægviðri, skýjað og 4°C stiga hiti. Veðrið á víst ekki að vera jafn gott um helgina og líklegast ekki gott færi aftur fyrr en næsta mánudag, annan í páskum. Ef veður gefur tilefni til þá er opnað og gerðar brautir.
Í dag eru 6 km og 20 km skíðagöngubrautir í Selárdal:
6 km skíðagöngubraut milli Geirmundarstaða og Múlaengis, bæði hægt að ganga hefðbundið eða skauta.
20 km braut gerð með sleða og spora að Kringlugili í Selárdal, lítill snjór á köflum, sérstaklega við Gilsstaði.
Þetta kemur fram á Facebooksíðu Skíðafélags.
Í dag er félagið með skíðaæfingu en þau reyna alltaf að æfa þegar veður leyfir.
Skíðasvæði félagsins í Selárdal er næst höfuðborgarsvæðinu fyrir utan Bláfjöll og þykir mjög gott að vera þar, sérstaklega í sunnanátt.