Litla Act alone byrjar á Hólmavík

Skrifað af:

Ritstjórn

Elfar Logi Iðunn og eplin
Elfar Logi í Iðunn og eplin. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Í gærmorgun var fyrsta sýning Litlu Act alone hátíðarinnar haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík. Öllum nemendum í Grunnskólanum á Hólmavík var boðið auk elstu deildar á Leikskólanum Lækjarbrekku. Sýnt var leikrit Kómedíuleikhússins Iðunn og eplin sem er eftir Elfar Loga Hannesson en Marsibil G. Kristjánsdóttur bæði leikstýrir og sér um leikmynd og búninga. Kómedíuleikhúsið er leikhús á hjólum og ferðast um allt land með sýningar sínar.

Leikritið er einleikur og fjallar um sögur úr heimi goða en sjálfur Heimdallur er sögumaður og fá áhorfendur að kynnast nokkrum áhugaverðum persónum úr goðafræðinni. Elfar Logi leikur öll hlutverk sýningarinnar.

Fyrsta sinn sem þurfti að hætta við Act alone

Litla Act alone er hátíð þar sem Kómedíuleikhúsið býður öllum börnum á Vestfjörðum upp á ókeypis listviðburð. Hátíðin leysir af Act alone einleikjahátíðina sem varð að blása af í fyrra í fyrsta sinn í 16 ára sögu hátíðarinnar. Var því ákveðið að í staðinn fyrir að fella hátíðina alveg niður að búa til litla hátíð með þessu sniði.

Kómedíuleikhúsið mun flytja 16 einleiki á 11 stöðum og í næstu viku verður Iðunn og eplin sýnd fyrir æskuna á Reykhólum, Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. Í maí er síðan stefnt á einstaka listviðburði fyrir æskuna á norðanverðum Vestfjörðum.

Stefnan að halda hátíðina í ágúst

„Dagana 5. – 7. ágúst er síðan stefnt að því að halda Act alone hátíðina sjálfa hátíðlega á Suðureyri eins og gert hefur verið síðustu áratugi. Nú þegar er búið að bóka bæði gott veður, kóvítfrí og fullt af einstökum listviðburðum.“ segir Elfar Logi.

Aðgangur að Litla Act alone sem og Act alone hátíðinni í ágúst er ókeypis eins og verið hefur frá upphafi.

Elfar Logi ásamt Marsibil sem leikstýrir og sér um leikmynd og búninga. Mynd: Ásta Þórisdóttir
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Nýlega var endurhleðslusetrið Kyrrðarkraftur stofnað á Ströndum. Kristín hitti Esther Ösp og fékk að heyra um markmið og áherslur setursins.
Sveitarstjórn Strandabyggðar staðfesti formlega uppsögn sveitarstjóra, Þorgeirs Pálssonar á aukafundi í dag og gaf út yfirlýsingu um málið.
Sauðburður hafinn, blóm blómstra og farfuglar byrjaðir að verpa. Í Heygarðshorninu fer Hafdís í Húsavík yfir bændamálefni líðandi stundar.
Finnur Ólafsson er oddviti Kaldrananeshrepps, ræktar kirsuber og vinnur á fiskmarkaði Hólmavíkur. Kristín hitti Finn á bryggjunni á Hólmavík.
Skólaþing er haldið í Strandabyggð á morgun. Markmiðið er að leyfa fólki að koma á framfæri hugmyndum sínum um gott og öflugt skólastarf.
Nemandi í Grunnskóla Drangsness fékk sérstaka viðurkenningu fyrir handrit sitt í handritasamkeppni Árnastofnunar.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up