Listi VG í Norðvesturkjördæmi

Skrifað af:

Ritstjórn

Listi Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Mynd: Aðsend

Listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var samþykktur sl. sunnudag. Í 9. sæti listans er öflug Strandakona, Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur sem býr á Kirkjubóli í Strandabyggð. Í 10. sæti er María Hildur Maack, umhverfisstjóri á Reykhólum, nágrannasveitarfélagi Strandabyggðar. Lesa má fréttatilkynninguna í heild hér fyrir neðan.

Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður, leiðir lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, en listinn var samþykktur á fjölsóttum fundi á Hótel Laugabakka í Miðfirði í dag.  Bjarni sagði meðal annars í ræðu á fundinum að til framtíðar lægju miklir möguleikar í sterkara VG á sveitarstjórnarstiginu og samvinnu landsmálanna og sveitarstjórnamálanna. Bjarni sem er nýr oddviti VG í kjördæminu þakkaði ráðherrum VG, fyrir mikla vinnu og framsækni sem hefði leitt til vitundarvakningar í samfélaginu þótt ekki hefðu öll mál náðst í höfn á kjörtímabilinu.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður er í öðru sæti listans. Í ræðu sinni sagði hún að með gleði og samvinnu er allt hægt, og að hún muni láta til sín taka í málefnum launafólks, sjómanna og byggðanna og fyrir réttlátara samfélagi með umhverfismál að leiðarljósi.  Hún sagðist fyllast andagift yfir fjölbreytileikanum á listanum og þeirri góðu stemningu sem ríkti. Sigríður Gísladóttir, dýralæknir á Ísafirði er í þriðja sæti og Þóra Margrét Lúthersdóttir, bóndi í því fjórða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og sérstakur gestur fundarins, ræddi kosningabaráttuna framundan og hvatti frambjóðendur og almenna félagsmenn til dáða. Nú verði áfram byggt á þeim góða grunni sem lagður hafi verið í ríkisstjórn, það verði bygggt á samþykktum síðasta landsfundar, og horft fram á veginn og talað við fólkið í landinu.

1. Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður, Hólum í Hjaltadal

2. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður, Suðureyri

3. Sigríður Gísladóttir, dýralæknir, Ísafirði

4. Þóra Margrét Lúthersdóttir, sauðfjár- og skógarbóndi, Forsæludal í Vatnsdal

5. Lárus Ástmar Hannesson, kennari og bæjarfulltrúi, Stykkishólmi

6. Heiðar Mar Björnsson, kvikmyndagerðarmaður, Akranesi

7. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri og formaður byggðaráðs, Reykholti

8. Ólafur Halldórsson, nemi og starfsmaður í aðhlynningu, Skagaströnd

9. Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, Strandabyggð

10. María Hildur Maack, umhverfisstjóri, Reykhólum

11. Auður Björk Birgisdóttir, háriðnmeistari og bóndi, Hofsósi

12. Einar Helgason, smábátasjómaður og skipstjóri, Patreksfirði

13. Brynja Þorsteinsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla og varam. í sveitarstjórn, Borgarnesi

14. Rún Halldórsdóttir, læknir, Akranesi

15. Valdimar Guðmannsson, iðnverkamaður og eldri borgari, Blönduósi

16. Guðbrandur Brynjúlfsson, bóndi, Brúarlandi á Mýrum

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up