Listakeppni meðal barna og fullorðinna

Skrifað af:

Ritstjórn

Amira Linda Mansri. Mynd: Aðsend

Listakeppni var haldin á vegum Frístundar í Grunnskólanum á Hólmavík. Bæði börn og fullorðnir gátu tekið þátt og voru glæsilegir vinningar í boði sem einstaklingar og fyrirtæki í Strandabyggð gáfu.

Frístund Grunnskólans á Hólmavík stóð fyrir listakeppni með hrekkjavökuþema nú í október. Það er Christina Van Deventer, sem starfar í grunnskólanum, ásamt öðru starfsfólki Frístundar sem stóð fyrir viðburðinum og er þetta í annað sinn sem hann er haldinn. Keppt var í þremur aldursflokkum innan grunnskólans en einnig var keppni meðal fullorðinna einstaklinga í Strandabyggð. Þátttakan var mjög góð og bárust fjöldamörg verk í keppnina. Glæsileg verðlaun voru í boði sem hinar ýmsu stofnanir og einstaklingar í Strandabyggð gáfu.

Christina er ánægð með hvernig tókst til og vonast til að halda keppnina aftur að ári og stefnir þá á að bjóða einnig leikskólanemendum að taka þátt. Strandir.is óskar vinningshöfum til hamingju með glæsilegan árangur.

Hér má sjá allar myndir sem hlutu verðlaun.

Guðrún Ösp Vignisdóttir, 1. verðlaun yngsta stig. Mynd: Aðsend
Sunna Miriam Mansri, 2. verðlaun yngsta stig. Mynd: Aðsend
Halldór Logi Óskarsson, 3. verðlaun yngsta stig. Mynd: Aðsend
Birna Dröfn Vignisdóttir, 1. verðlaun miðstig. Mynd: Aðsend
Kormákur Elí Daníelsson, 2. verðlaun miðstig. Mynd: Aðsend
Amira Linda Mansri, 3. verðlaun miðstig. Mynd: Aðsend
Þórey Dögg Ragnarsdóttir, 1. sæti unglingastig. Mynd: Aðsend
Unnur Erna Viðarsdóttir, 2. verðlaun unglingastig. Mynd: Aðsend
Stefán Þór Birkisson, 3. verðlaun unglingastig. Mynd: Aðsend
Ólöf Katrín Reynisdóttir, aukaverðlaun. Mynd: Aðsend
Ómar Elías Mansri, aukaverðlaun. Mynd: Aðsend

Nánar um úrslit keppninnar má skoða hér á vef Strandabyggðar

Uppfært: Áður kom fram að þetta væri í fyrsta sinn sem keppnin hefur verið haldin, en þetta er í annað sinn. Fréttin hefur verið uppfærð.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.