Leikfélag Hólmavíkur setur upp farsa

Skrifað af:

Ritstjórn

Úr uppsetningu Leikfélags Hólmavíkur á Köld eru kvennaráð 1985. Mynd: Af Facebook síðu LH

Leikfélag Hólmavíkur stefnir á að setja upp gamanleikrit í mars-apríl næstkomandi. Ný stjórn tók við í Leikfélaginu í haust en tæpt stóð að það næðist að manna í nýja stjórn. Ákall Leikfélagsins til íbúa skilaði sér í nýrri og öflugri stjórn sem lítur björtum augum fram á veginn þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Stjórnin fundaði í gær og stefnir á að setja upp gamanleikrit sem verður frumsýnt um páskana „ef mannskapur fæst og veiruskrattinn leyfir okkur að hafa gaman.“ segir í Facebook færslu Leikfélags Hólmavíkur. Óskað er eftir því að áhugasamir hafi samband við stjórnarmeðlimi en stjórnina skipa Guðlaug (Gulla) G.I. Bergsveinsdóttir formaður, Úlfar Örn Hjartarson gjaldkeri og Jón Jónsson ritari. 

Núverandi stjórn Leikfélags Hólmavíkur. F.v. Úlfar, Guðlaug og Jón. Mynd: Af Facebook síðu LH

Ætla að byrja að lesa handrit í janúar

Stefnt er að því að byrja að lesa handrit nú í janúar svo það er um að gera að vera með strax. Þá ætlar leikfélagið að gefa fólki innsýn í störf leikfélagsins með því að birta myndir og frásagnir af fyrra starfi á FB síðu sinni. Árið 2021 varð leikfélagið 40 ára og í tilefni þess var stofnuð afmælisnefnd sem annarsvegar tók saman vídeóklippur sem það birti á FB síðu sinni og hins vegar stóð að heimildaröflun fyrir nýja vefsíðu sem er í smíðum. Þar mun verða hægt að nálgast allskonar upplýsingar um störf félagsins fyrr og nú. Vefsíðan mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum. 

Stjórn Leikfélagsins skiptir með sér verkum. Mynd: Af Facebook síðu FH

Hér má skoða Facebook síðu Leikfélags Hólmavíkur

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.