Leikfélag Hólmavíkur kallar eftir fólki

Skrifað af:

Ritstjórn

Leikfélag Hólmavíkur
Það er svo gaman að leika. Mynd: Eiríkur Valdimarsson

Ekki var hægt að halda löglegan aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur í gær vegna manneklu. Leikfélagið er rótgróin menningarstofnun í samfélaginu í Strandabyggð og biðlar fráfarandi stjórn til íbúa að taka höndum saman svo starfsemi þessa merka félags geti haldið áfram.

Boðaður aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur sem fara átti fram í Félagsheimilinu á Hólmavík í gær, fimmtudaginn 14. október féll niður vegna ónægrar þátttöku. Lög félagsins kveða á um að fimm meðlimir þurfi að mæta til að aðalfundur teljist löglegur en aðeins fjórir félagar sáu sér fært að mæta og þar af enginn sem gefur kost á sér í stjórn félagsins.

40 ára öflug menningarstarfsemi

Leikfélag Hólmavíkur heldur upp á 40 ára afmæli í ár en starfsemi félagsins hefur verið mjög öflug og eitt til tvö leikverk verið sett upp árlega frá 1981. Þrátt fyrir litla mætingu á aðalfund er töluverður áhugi á starfseminni og margir farnir að hlakka til að setja upp verk að nýju eftir langt hlé vegna samkomutakmarkana. Það er þó ljóst að ekki er nóg að manna hlutverkin í uppsetningum leikverkanna heldur þarf líka fólk í stjórnina ef félagsskapurinn á að eiga sér farsæla framtíð.

Nýr aðalfundur boðaður í næstu viku

Leikfélagið gerir aðra tilraun til að halda löglegan aðalfund sem haldinn verður fimmtudaginn 21. október 2021, kl. 20 í Hnyðju á Hólmavík. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru nýir og gamlir félagar hvattir til að mæta, enda er svo gaman að leika!

Hér er tengill á viðburð aðalfundarins: Aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.