Lausar stöður í skólunum á Hólmavík

Skrifað af:

Ritstjórn

Grunnskólinn á Hólmavík. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Strandabyggð auglýsir eftir listgreinakennara í Grunnskólann á Hólmavík og leikskólakennara í Leikskólann Lækjarbrekku, einnig er auglýst eftir skólaliða í grunnskólann. Umsóknarfrestur fyrir allar stöðurnar er til 5. júlí 2022.

Grunnskólinn Hólmavík og Leikskólinn Lækjarbrekka tilheyra sameinuðum leik-, grunn- og tónskóla í Strandabyggð. Uppeldisstefnan er jákvæður agi, skólinn er grænfánaskóli og unnið er að innleiðingu heilsueflandi skóla. Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri gefur nánari upplýsingar um störfin og tekur á móti umsóknum ásamt ferilskrá, og upplýsingum um meðmælendur á netfangið skolastjori@strandabyggd.is.

Staða listgreinakennara

Staða listgreinakennara með áherslu á sjónlistir, hönnun og smíði. Um er að ræða kennslu í 1. – 10. bekk með samkennslu hópa. Starfshlutfall 60%. Athugið að um tímabundna ráðningu til eins árs er að ræða frá 1. ágúst 2022.

Sjá nánar hér.

Staða leikskólakennara

Staða leikskólakennara, almennt starf á deild. Starfshlutfall er 100% og vinnutíminn frá 8:00-16:00. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 8. ágúst nk. eða sem fyrst eftir það.

Sjá nánar hér.

Starf skólaliða

Starf skólaliða við Grunnskólann á Hólmavík er laust frá 15. ágúst 2022. Starfshlutfall er 30% sem dreifist yfir árið. Vinnutími frá 8:30-15:00, tvo daga í viku. Helstu verkefni eru almenn þrif, gæsla og aðstoð við nemendur í leik og starfi. 

Sjá nánar hér.

Nýjustu fréttir og greinar

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.