Laus sumarstörf hjá Strandabyggð 2021

Skrifað af:

Ritstjórn

Hólmavík. Mynd: Haukur Sigurðsson

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir starfsfólki í sumarstörf hjá stofnunum sveitarfélagsins sumarið 2021.

Umsóknarfrestur er til 25. apríl nk.

Í boði eru fjölbreytt störf, hlutastörf og full vinna. Sum störfin ná yfir allt sumarið en önnur hluta þess. Öll störfin byggja á samstarfi við annað fólk og leitað eftir reglusömu starfsfólki og jákvæðum fyrirmyndum.

Íþróttamiðstöð Strandabyggðar

Um er að ræða lifandi og skemmtilegt starf sem felast meðal annars í afgreiðslu, baðvörslu,
sundlaugarvörslu, þrifum, umsjón með tjaldstæði og öðrum tilfallandi verkefnum. Ráðningartímabil er júní, júlí og ágúst. Lesa meira.

Áhaldahús Strandbyggðar

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf sem felast meðal annars í vinnu við veitur, þjónusta við íbúa og stofnanir sveitarfélagsins, viðhaldsvinnu á eignum og umhverfi, slætti og umhirðu og ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum. Ráðningartímabil er júní, júlí og ágúst. Lesa meira.

Flokkstjóri vinnuskóla Strandabyggðar

Í starfinu felst skipulagning og stýring vinnuhópa á aldrinum 12-17 ára sem sinna fjölbreyttum verkefnum í sveitarfélaginu. Starfið felur í sér leiðsögn, hópefli og hvetningu og er tómstundastarf að hluta. Viðkomandi er einnig umsjónaraðili með fegrun bæjarins og á opnum svæðum og hefur umsjón með mótun verkefna sem miða að því að fegra bæinn og byggja upp opin svæði. Starfstími er áætlaður frá byrjun maí og út ágúst eða eftir samkomulagi. Lesa meira.

Leikskóli

Óskað eftir sumarstarfsfólki á Leikskólann Lækjarbrekku. Ath. að lokað er á leikskólanum í 5 vikur yfir sumarið.

Félagsþjónusta – Liðveisla

Óskað eftir starfsfólki í liðveislu með fötluðum börnum annars vegar og fólki með skerta starfsgetu hins vegar. Um fullt starf og hlutastörf er að ræða. Starfið felst í aðstoð við tómstundir en einnig er um að ræða aðstoð í vinnuskólanum og atvinnu með stuðningi. Lesa meira.

Félagsþjónusta – heimaþjónusta

Um er að ræða fjölbreytt starf sem felur í sér aðstoð við heimilshald, s.s. almenn þrif, þvotta og
innkaup, ásamt félagslegum stuðningi. Aðstoðin sem veitt er fer eftir þörfum hvers og eins, því markmið félagslegrar heimaþjónustu er að einstaklingar séu efldir til sjálfshjálpar og þeim sé gert kleift að búa sem lengst í heimahúsum
við sem eðlilegastar aðstæður. Um hlutastarf er að ræða. Lesa meira.

Vinnuskóli Strandabyggðar 13-17 ára

Vinnuskólinn er fyrir 13-17 ára og eru nokkrir vinnuhópar sem hægt er að velja á milli: Fegrun umhverfis, liðveisla með börnum, aðstoð á sumarnámskeiðum, aðstoð á leikskóla og skapandi sumarstörf.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna á vef Strandabyggðar.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Strandir.is opnaði í dag nýja vefverslun, Kvaka. Kvaka selur hönnun og handverk, þar sem ýmist hönnuðirnir og/eða hráefnið er af Ströndum.
17. júní á Ströndum verður líklega frekar svalur en það mun ekki aftra fóllki frá að skreppa af bæ. Hér er dagskrá þjóðhátíðardagsins.
Listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í gær. Í 9. sæti listans er öflug Strandakona.
Auglýst er eftir umsóknum í Lóuna, menningarverðlaun Strandabyggðar. Frestur til tilnefninga hefur verið framlengdur til hádegis 14. júní.
Norðanátt í maí og þurrkar en blóm að blómstra og vorverkin að hefjast. Heygarðshornið fjallar um málefni líðandi stundar í bændasamfélaginu.
Tvö ný bistro opnuðu sama dag á Hólmavík. Bistro 510 sem er staðsett í söluvagni við tjaldsvæðið og Bistro Gistihúss Hólmavíkur.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up