Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir starfsfólki í sumarstörf hjá stofnunum sveitarfélagsins sumarið 2021.
Umsóknarfrestur er til 25. apríl nk.
Í boði eru fjölbreytt störf, hlutastörf og full vinna. Sum störfin ná yfir allt sumarið en önnur hluta þess. Öll störfin byggja á samstarfi við annað fólk og leitað eftir reglusömu starfsfólki og jákvæðum fyrirmyndum.
Íþróttamiðstöð Strandabyggðar
Um er að ræða lifandi og skemmtilegt starf sem felast meðal annars í afgreiðslu, baðvörslu,
sundlaugarvörslu, þrifum, umsjón með tjaldstæði og öðrum tilfallandi verkefnum. Ráðningartímabil er júní, júlí og ágúst. Lesa meira.
Áhaldahús Strandbyggðar
Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf sem felast meðal annars í vinnu við veitur, þjónusta við íbúa og stofnanir sveitarfélagsins, viðhaldsvinnu á eignum og umhverfi, slætti og umhirðu og ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum. Ráðningartímabil er júní, júlí og ágúst. Lesa meira.
Flokkstjóri vinnuskóla Strandabyggðar
Í starfinu felst skipulagning og stýring vinnuhópa á aldrinum 12-17 ára sem sinna fjölbreyttum verkefnum í sveitarfélaginu. Starfið felur í sér leiðsögn, hópefli og hvetningu og er tómstundastarf að hluta. Viðkomandi er einnig umsjónaraðili með fegrun bæjarins og á opnum svæðum og hefur umsjón með mótun verkefna sem miða að því að fegra bæinn og byggja upp opin svæði. Starfstími er áætlaður frá byrjun maí og út ágúst eða eftir samkomulagi. Lesa meira.
Leikskóli
Óskað eftir sumarstarfsfólki á Leikskólann Lækjarbrekku. Ath. að lokað er á leikskólanum í 5 vikur yfir sumarið.
Félagsþjónusta – Liðveisla
Óskað eftir starfsfólki í liðveislu með fötluðum börnum annars vegar og fólki með skerta starfsgetu hins vegar. Um fullt starf og hlutastörf er að ræða. Starfið felst í aðstoð við tómstundir en einnig er um að ræða aðstoð í vinnuskólanum og atvinnu með stuðningi. Lesa meira.
Félagsþjónusta – heimaþjónusta
Um er að ræða fjölbreytt starf sem felur í sér aðstoð við heimilshald, s.s. almenn þrif, þvotta og
innkaup, ásamt félagslegum stuðningi. Aðstoðin sem veitt er fer eftir þörfum hvers og eins, því markmið félagslegrar heimaþjónustu er að einstaklingar séu efldir til sjálfshjálpar og þeim sé gert kleift að búa sem lengst í heimahúsum
við sem eðlilegastar aðstæður. Um hlutastarf er að ræða. Lesa meira.
Vinnuskóli Strandabyggðar 13-17 ára
Vinnuskólinn er fyrir 13-17 ára og eru nokkrir vinnuhópar sem hægt er að velja á milli: Fegrun umhverfis, liðveisla með börnum, aðstoð á sumarnámskeiðum, aðstoð á leikskóla og skapandi sumarstörf.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna á vef Strandabyggðar.