Laus störf við leik- og grunnskólann á Hólmavík

Skrifað af:

Ritstjórn

Grunnskóli Hólmavík
Skólakrakkar á Hólmavík. Mynd aðsend

Leikskólinn Lækjarbrekka

Tveir kennarar óskast til starfa á deild – 100% og 50%

Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugum starfsmanni sem hefur gaman að því að vinna með börnum, býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleika og skipulagshæfni. Einnig eru áreiðanleiki og frumkvæði góður kostur. Vinnutíminn er frá  8:00-16:00.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til að starfa sem kennari.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 9. ágúst 2021.

Matráður óskast til starfa – 100%

Staða matráðs í leikskólaeldhúsi. Vinnutími frá 8:00-16:00. Í starfinu felst undirbúningur og frágangur máltíða; morgunverðar og síðdegishressingar auk framreiðslu hádegisverðar. Einnig almenn þrif og þvottur. Leitað er að starfsmanni sem hefur mikla færni í mannlegum samskiptum, góða skipulagshæfni og er jákvæður og áreiðanlegur. Góð þekking á hollustu, heilbrigði og hreinlæti skiptir miklu máli.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 9. ágúst 2021

Grunnskólinn á Hólmavík

Stuðningsfulltrúi óskast til starfa 70%

Staða stuðningsfulltrúa. Að hluta til er um er að ræða stuðning og þjálfun við nemanda og eftirfylgni í grunnskóla og frístund og að hluta til stuðningur við nemendur á yngsta stigi.
Leitað er eftir starfsmanni sem hefur mikla hæfni í mannlegum samskiptum, góða skipulagshæfileika er jákvæður og sveigjanlegur og hefur áhuga á starfi með börnum í skapandi umhverfi.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 16. ágúst 2021.

Umsóknarfrestur er til 10. júní 2021.

Nánari upplýsingar veitir:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is

Umsóknir með ferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Strandir.is opnaði í dag nýja vefverslun, Kvaka. Kvaka selur hönnun og handverk, þar sem ýmist hönnuðirnir og/eða hráefnið er af Ströndum.
17. júní á Ströndum verður líklega frekar svalur en það mun ekki aftra fóllki frá að skreppa af bæ. Hér er dagskrá þjóðhátíðardagsins.
Listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í gær. Í 9. sæti listans er öflug Strandakona.
Auglýst er eftir umsóknum í Lóuna, menningarverðlaun Strandabyggðar. Frestur til tilnefninga hefur verið framlengdur til hádegis 14. júní.
Norðanátt í maí og þurrkar en blóm að blómstra og vorverkin að hefjast. Heygarðshornið fjallar um málefni líðandi stundar í bændasamfélaginu.
Tvö ný bistro opnuðu sama dag á Hólmavík. Bistro 510 sem er staðsett í söluvagni við tjaldsvæðið og Bistro Gistihúss Hólmavíkur.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up