Kynningarfundur: Umhverfismat Strandavegar

Skrifað af:

Ritstjórn

Fyrirhugað framkvæmdasvæði Strandavegar. Mynd: Umhverfismatskýrsla Vegagerðarinnar

Kynningarfundur vegna mats á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar: Strandavegur (643) um Veiðileysuháls, Kráká-Kjósará í Árneshreppi, verður haldinn á morgun, þriðjudag, 22. nóvember kl. 14:00. Kynningunni verður streymt.

Markmið framkvæmda er að bæta samgöngur á Vestfjörðum og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið. Með nýjum vegi um Veiðileysuháls verða samgöngur í Strandasýslu áreiðanlegri og öruggari. Nýr vegur verður með bundnu slitlagi (klæðingu) og uppbyggður með tilliti til snjóa. Að loknum framkvæmdum verður mögulegt að halda veginum á milli Bjarnarfjarðar og Djúpavíkur opnum allan ársins hring sé á annað borð ferðaveður.

Vegagerðin hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu um Strandaveg um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Tillagan að ofangreindri framkvæmd og umhverfismatsskýrsla liggur frammi til kynningar til 14. desember 2022 hjá Verzlunarfjelagi Árneshrepps, Norðurfirði og hjá Skipulagsstofnun.

Sjá einnig skýrsluna og önnur gögn hér á vef Vegagerðarinnar.
Umhverfismatsskýrslan á vef Skipulagsstofnunar.
Frétt Vegagerðarinnar.

Hægt er að horfa á fundinn hér þegar hann hefst, eða hér fyrir neðan:

Nýjustu fréttir og greinar

Öll sem þekkja til Steinu í Gröf vita að hún er mikið jólabarn og bókstaflega umbreytir húsinu í Gröf í fallegt jólahús á hverju ári.
„Í síðustu viku áskotnaðist undirrituðum sá heiður að taka sæti á Alþingi íslendinga fyrir Miðflokkinn.“ skrifar Högni Elfar Gylfason.
Fyrsti í aðventu er núna á sunnudaginn. Fólk er farið að hlakka til jólastússins og jólamarkaðir eru fyrir mörgum mikilvægur liður í því.
Dúllurnar verða með jólatónleika í Sævangi 19. desember. Þar ætla þær að flytja ýmis jólalög og skemmta ásamt því að góðir gestir koma.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Fyrsti í aðventu er núna á sunnudaginn. Fólk er farið að hlakka til jólastússins og jólamarkaðir eru fyrir mörgum mikilvægur liður í því.
Dúllurnar verða með jólatónleika í Sævangi 19. desember. Þar ætla þær að flytja ýmis jólalög og skemmta ásamt því að góðir gestir koma.
Laugardaginn 19. nóvember tóku nemendur Grunnskóla Drangsness þátt í tækni- og hönnunarkeppninni First Lego League í Háskólabíó.
Daníel Haraldsson sinnir hreinsun á hundum og köttum mánudaginn 28. nóvember n.k. í Áhaldahúsinu á Hólmavík milli kl. 16:00 og 18:00.