Kynning á dreifnáminu á Hólmavík

Skrifað af:

Ritstjórn

Dreifnámið fer fram í stofu á Hólmavík. Mynd: FB Dreifnám FNV Hólmavík

Kynning frá Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra á dreifnámi/fjarnámi á Hólmavík verður næsta mánudag, þann 13. desember, kl. 13:00. Kynningin fer fram á efri hæð Sparisjóðsins að Hafnarbraut 19.

Hér gefst gott tækifæri fyrir grunnskólanemendur, foreldra/forráðamenn og að sjálfsögðu alla aðra áhugasama sem vilja koma og kynna sér námsbrautir og fyrirkomulag skólans í dreifnámi og fjarnámi.
Skólinn býður líka upp á helgarnám í rafvirkjun, húsasmíði og húsgagnasmíði. Að auki er boðið upp á sjúkraliðanám og margt fleira. Frekari upplýsingar má finna hér á heimasíðu skólans.

Nemendur í stofu í heimabæ

Umsjónarmaður dreifnáms á Hólmavík er Atli Már Atlason. Nemendur í dreifnámi geta tekið þátt í öllum helstu viðburðum og ferðalögum á vegum skólans. Kennarar eru í kennslustofu á Sauðárkróki en nemendur í stofu í heimabæ. Markmiðið er að nemendur geti lokið í heimabæ almennum greinum iðnbrauta og kjarnagreinum stúdentsbrauta, a.m.k. þeim áföngum sem eru á 1. og 2. þrepi.

Kennsla í gegnum fjarfundarbúnað

Nemendur í dreifnámi eru hluti af nemendahópum í FNV. Öll kennsla fer fram gegnum fjarfundabúnað frá Sauðárkróki og eru kennarar staðsettir þar. Umjónarmenn dreifnáms halda utan um starfsemi í heimabæjum. Samskiptavefurinn Moodle er notaður, þar setja kennarar inn efni og nemendur skila verkefnum og sumum prófum þar í gegn. Nemendur í dreifnámi taka öll próf í heimabæjum.

Námslotur á Sauðárkróki

Nemendur dreifnáms mæta í upphafi annar og hitta alla kennara. Alls eru 4 staðlotur á hverri önn, vika í senn. Staðloturnar eru mikilvægar, en markmiðið með þeim er að tengja saman nemendur og kennara. Auk þess hafa nemendur þá tækifæri til að taka þátt í félagslífi í stærra skólaumhverfi. Viðburðir hjá nemendafélaginu ráðast af dagsetningum staðlotnanna, þannig að nemendur dreifnáms nái að taka þátt í stærstu viðburðum vetrarins. Ferðatilhögun hefur verið á þann veg að nemendur koma með strætó á sunnudagskvöldi og eru á heimavist FNV í fæði og húsnæði og fara svo einnig til baka með strætó á föstudegi eða laugardegi eftir atvikum. Á þessum dögum taka nemendur þátt í hefðbundnum kennslustundum, en geta auk þess nýtt sér þjónustu kennara í verkefnavinnu og einnig nota kennarar þessa tíma ef um verklega þætti er að ræða eða annarskonar vinnu sem betra er að hafa nemendur á staðnum.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.