Kynning á bogfiminámskeiði á Hólmavík

Skrifað af:

Ritstjórn

Bogfiminámskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Mynd: aðsend

Bogfiminámskeið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík nk. helgi 28.-30. maí. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Sundfélagið Gretti og kennari kemur frá Sauðárkróki til að kenna.

Í dag verður haldin kynning á bogfimi og námskeiðinu frá kl. 16-18 í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík og er öllum frjálst að mæta, kynningin er öllum að kostnaðarlausu. Enn eru nokkur laus pláss svo þetta er gott tækifæri fyrir þau sem vilja vita meira áður en þau skrá sig. Hægt verður að skrá sig á staðnum.

Fjórir einstaklingar komast á hvert námskeið og er aldurstakmark 12 ára og eldri. Námskeiðsgjald á bogfiminámskeið er 12.000 kr. á mann en gjald fyrir upprifjunarnámskeið er 5.000 kr.

Bogfiminámskeið: Facebook viðburður

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Strandir.is opnaði í dag nýja vefverslun, Kvaka. Kvaka selur hönnun og handverk, þar sem ýmist hönnuðirnir og/eða hráefnið er af Ströndum.
17. júní á Ströndum verður líklega frekar svalur en það mun ekki aftra fóllki frá að skreppa af bæ. Hér er dagskrá þjóðhátíðardagsins.
Listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í gær. Í 9. sæti listans er öflug Strandakona.
Auglýst er eftir umsóknum í Lóuna, menningarverðlaun Strandabyggðar. Frestur til tilnefninga hefur verið framlengdur til hádegis 14. júní.
Norðanátt í maí og þurrkar en blóm að blómstra og vorverkin að hefjast. Heygarðshornið fjallar um málefni líðandi stundar í bændasamfélaginu.
Tvö ný bistro opnuðu sama dag á Hólmavík. Bistro 510 sem er staðsett í söluvagni við tjaldsvæðið og Bistro Gistihúss Hólmavíkur.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up