Kvennareið í kringum Þiðriksvallavatn

Skrifað af:

Ritstjórn

Strandahestar
Kvennareið kringum Þiðriksvallavatn. Mynd: Ásta Þórisdóttir.

Á föstudaginn nk. 20. ágúst verður farin kvennareið í kringum Þiðriksvallavatn. Það er fyrirtækið Strandahestar sem standa fyrir kvennareiðinni en Strandahestar hafa boðið upp á kvennareið síðan seint á síðustu öld þó ekki árlega og hefur stundum verið langt hlé á milli ferða, og var síðasta kvennaferð farin fyrir þremur árum.

Farið er á hestum hringinn í kringum Þiðriksvallavatn sem er rétt fyrir ofan Hólmavík og er ein af mörgum náttúruperlum Strandabyggðar. Lagt er af stað frá Víðidalsá, þar sem Strandahestar eru með aðstöðu sína kl. 17:30 og riðið upp Húsadal og yfir í Kerlingaskarð. Þá er gengið niður Kerlingarskarð og yfir í Þiðriksvalladal. Áð verður í
Vatnshorni og þaðan riðið heim á Víðidalsá. Gott er að taka með sér svaladrykk eða kaffibrúsa eftir því sem fólk vill.

Þetta er þægileg leið sem hentar vönum jafnt sem óvönum og tekur um 4 klst. Eitt er víst að valkyrjur Strandabyggðar og nærsveita hafa notið þess að ríða um grundir og fjöll í sinni heimabyggð. Victor Örn Victorsson eigandi Strandahesta segir að þessar ferðir hafi alltaf verið vinsælar og sumar koma aftur og aftur og eru þetta jafnvel í einu skiptin sem fólk fer á hestbak.

Þiðriksvallavatn. Mynd: Victor Örn Victorsson

Fréttakona hjá strandir.is er ein af þeim sem fer aldrei á hestbak nema helst ef hún kemst í kvennareiðina. Leiðin er mjög falleg, hestarnir öruggir og góðir og valdir fyrir getu hvers og eins.

Einungis er pláss fyrir 7 konur í ferðina svo það er um að gera að tryggja sér pláss í tíma með því að senda póst á Strandahesta á strandahestar@strandahestar.is. Fararstjórar eru eins og í fyrri ferðum þeir Victor Örn Victorsson og Haraldur V.A. Jónsson og kostar ferðin 5000 kr. Ef eftirspurn verður meiri en framboð verður farin önnur ferð á sunnudaginn 22. ágúst kl. 14, en það verður auglýst síðar ef til þess kemur.

Uppfært: Opnað hefur verið fyrir skráningar fyrir sunnudaginn líka vegna góðrar þátttöku.

Allar konur velkomnar!

Hér má skoða heimasíðu Standahesta.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.