Kveðskapur og sýningaropnun

Skrifað af:

Ritstjórn

Jenný Karlsdóttir á opnuninni. Á opnunni voru flutt nokkur íslensk sönglög þar sem Magnús, sonur Jennýjar spilaði á gítar. Mynd: Bjarnheiður Júlía Fossdal

Sýningin Ég nálina þræði opnaði síðastliðinn laugardag í Djúpavík og heppnaðist einstaklega vel og mæting var góð. Á sýningunni sýnir handverkskonan Jenný Karlsdóttir útsaumsverk sem hún gerir með kaktusnál. Sýninguna tileinkar Jenný formæðrum sínum af Ströndum sem bjuggu í Ófeigsfirði og Norðurfirði.

Ein af sýningargestunum var vinkona Jennýjar, Ása Ketilsdóttir. Ása er kvæðakona og sagnaþulur og hefur lengst af búið á Laugalandi í hinum forna Nauteyrarhreppi (nú Strandabyggð) í Ísafjarðardjúpi. Í tilefni opnunarinnar orti Ása þessa fallega vísu.

Við ysta haf

Í aldanna rökkur rýnum við
og rekjum slóðirnar þar.
Þó máðar þær séu og myndin dauf
af mörgu sem áður var.

Við ysta haf þar sem aldan rís
er Ófeigsfjörðurinn blár.
Í grýttum hlíðum er grasið svo mjúkt
og glitrandi straumharðar ár.

Á Krossnesi er Fell við fjallsins rót
og fjörur með sæbarinn stein.
En Kálfatindarnir kljúfa þar ský
og kollan úar við hlein.

Þar voru konur sem byggðu sinn bæ,
þær báru höfðingjasnið;
ófu og saumuðu, sinntu um bú
og sigldu á fiskimið.

Ása Ketilsdóttir

Sýningin verður áfram á Hótel Djúpavík þar til um miðjan september.
Facebook viðburður sýningarinnar.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up