Kveðskapur og sýningaropnun

Skrifað af:

Ritstjórn

Jenný Karlsdóttir á opnuninni. Á opnunni voru flutt nokkur íslensk sönglög þar sem Magnús, sonur Jennýjar spilaði á gítar. Mynd: Bjarnheiður Júlía Fossdal

Sýningin Ég nálina þræði opnaði síðastliðinn laugardag í Djúpavík og heppnaðist einstaklega vel og mæting var góð. Á sýningunni sýnir handverkskonan Jenný Karlsdóttir útsaumsverk sem hún gerir með kaktusnál. Sýninguna tileinkar Jenný formæðrum sínum af Ströndum sem bjuggu í Ófeigsfirði og Norðurfirði.

Ein af sýningargestunum var vinkona Jennýjar, Ása Ketilsdóttir. Ása er kvæðakona og sagnaþulur og hefur lengst af búið á Laugalandi í hinum forna Nauteyrarhreppi (nú Strandabyggð) í Ísafjarðardjúpi. Í tilefni opnunarinnar orti Ása þessa fallega vísu.

Við ysta haf

Í aldanna rökkur rýnum við
og rekjum slóðirnar þar.
Þó máðar þær séu og myndin dauf
af mörgu sem áður var.

Við ysta haf þar sem aldan rís
er Ófeigsfjörðurinn blár.
Í grýttum hlíðum er grasið svo mjúkt
og glitrandi straumharðar ár.

Á Krossnesi er Fell við fjallsins rót
og fjörur með sæbarinn stein.
En Kálfatindarnir kljúfa þar ský
og kollan úar við hlein.

Þar voru konur sem byggðu sinn bæ,
þær báru höfðingjasnið;
ófu og saumuðu, sinntu um bú
og sigldu á fiskimið.

Ása Ketilsdóttir

Sýningin verður áfram á Hótel Djúpavík þar til um miðjan september.
Facebook viðburður sýningarinnar.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.