Kvaka: Vefverslun Stranda opnuð í dag

Skrifað af:

Ritstjórn

Kvaka er með fjölbreyttar vörur. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Strandir.is hefur opnað vefverslun sem ber heitið Kvaka. Kvaka selur hönnun og handverk af Ströndum, þar sem ýmist hönnuðirnir, hráefnið eða viðfangsefnið er af Ströndum. Í byrjun eru sex aðilar sem selja í Kvaka en fleiri aðilar munu bætast við á næstu vikum og úrvalið aukast. Í framhaldinu er stefnt að því að bjóða upp á matvörur úr héraði í vefversluninni.

Ný vefverslun Stranda heitir Kvaka

Verkefnið var styrkt af Öndvegissjóði Brothættra byggða árið 2020 ásamt strandir.is sem fór í loftið í marslok. Þetta verkefni var valið af íbúum sem mikil þörf væri fyrir á íbúafundi Sterkra Stranda fyrir ári síðan. Verkefnið, sem Sýslið verkstöð stendur fyrir, í heild sinni hefur verið viðamikið og hefur það skapað hálft starf hingað til og bætt við nýjum íbúa í Strandabyggð.

Það er von okkar að verkefnið í heild sinni njóti velvildar Strandafólks og það taki þátt í að halda þessum miðlum úti og að gera þessa miðla góða. Þetta er samfélagsverkefni sem á að koma okkur öllum til góða. Þannig er þetta tækifæri til að miðla jákvæðum fréttum og upplýsingum af Ströndum og halda góðri þjónustu á lofti og bjóða fallegar vörur af svæðinu.

Við óskum eftir framleiðendum af handverki og hönnun til að selja í Kvaka eða ábendingar um seljendur. Þá köllum við líka eftir samstarfi við Strandafólk með að senda okkur upplýsingar um hverskyns þjónustu og viðburði, fréttaskot, pistla, ferðasögur og fallegar myndir.

Skoða kvaka.is

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up