Krossneslaug: „Sjálfsagt að vera ber að ofan í lauginni!“

Skrifað af:

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Sigrún Sverrisdóttir ásamt dóttur sinni Viktoríu í Krossneslaug. Mynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir

Þeir ferðalangar sem hafa skellt sér í sund í Krossneslaug hafa eflaust tekið eftir því að hún er öðruvísi á litinn. Það er þó ekki það eina sem er frábrugðið frá „gömlu“ lauginni.

Þegar inn í búningsaðstöðuna er komið er hægt að sjá að húsið er algjörlega endurnýjað. Til dæmis mætir gestum ný afgreiðsla. Byggt hefur verið við gamla húsið og settar hafa verið upp myndavélar svo hægt sé að fylgjast með lauginni úr afgreiðslunni.

„Við erum vön ýmsu hér en eins og flestir vita vorum við með afgreiðsluna hér utan fyrir í hvíta tjaldinu þannig að við erum ennþá að venjast þessu,“ segir Sigrún Sverrisdóttir sem sér um rekstur laugarinnar ásamt manni sínum á sumrin. „Það er búið að taka húsnæðið alveg í gegn. Þegar við byrjuðum kom í ljós að mun meiri viðgerða var þörf.“ Hún segir laugina í dag vera blanda af sveitalaug með mjög takmarkaðri þjónustu og hefðbundinnar sundlaugar.

Enn á eftir að koma gamla pottinum fyrir og nýjum heitum potti. Mynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir

Endurnýjun er ekki alveg lokið, enn á eftir að koma gamla pottinum fyrir á öðrum stað austan megin við laugina og nýjum heitum potti hinum megin við. Stefnt er að því að annar potturinn verði kominn upp eftir helgi. „Við fengum jafnframt styrk til að koma upp söguskilti á sundlaugarhúsinu og kort af svæðinu á bústaðinn,“ segir Sigrún. Hún býr með fjölskyldu sinni í téðum bústað meðan þau reka sundlaugina á sumrin.

Söguskiltin verða sett upp á sundlaugarhúsinu og kort af svæðinu á bústaðinn til hægri. Mynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir

Sigrún segir traffíkina hafa verið svipaða í sumar og fyrri ár en þess má geta að laugin opnaði fyrir stuttu eftir breytingarnar og því er reksturinn ekki hefðbundinn þetta árið. Í kjölfar heitra umræðna um reglur um skylduklæðnað sundlaugargesta stóðst útsendari strandir.is ekki mátið að spyrja um reglur Krossneslaugar varðandi málið. Sigrún svaraði án umhugsunar: „Það er alveg sjálfsagt mál að vera ber að ofan í lauginni!“

Krossneslaug er opin alla daga frá 7-23.

Hér má sjá hvernig laugarsvæðið mun líta út að framkvæmdum loknum. Teikning: GM teiknistofa
auglýsingar

Nýjustu fréttir og greinar

Í dag opnar fjölmennasta og víðfeðmasta myndlistarsýning sem haldin hefur verið á Íslandi. 23 myndlistarmenn sýna verkin sín á Ströndum.
Það styttist óðfluga í Náttúrubarnahátíð á Ströndum sem verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi helgina 8.-10. júlí næstkomandi.
Sjoppan á Hólmavík á 40 ára byggingarafmæli í ár, það markar einnig endalok hennar þar sem verið er að rífa hana niður þessa dagana.
Strandabyggð auglýsir þrjár lausar stöður í Grunnskólanum á Hólmavík og í Leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Í dag opnar fjölmennasta og víðfeðmasta myndlistarsýning sem haldin hefur verið á Íslandi. 23 myndlistarmenn sýna verkin sín á Ströndum.
Það styttist óðfluga í Náttúrubarnahátíð á Ströndum sem verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi helgina 8.-10. júlí næstkomandi.
Sjoppan á Hólmavík á 40 ára byggingarafmæli í ár, það markar einnig endalok hennar þar sem verið er að rífa hana niður þessa dagana.
Opinn kynningarfundur um verkefnið Verndarsvæði í byggð á Hólmavík verður haldinn á Kaffi Galdri nk. fimmtudag, 30. júní og hefst kl. 20:00.