Kosningar á Ströndum 2021: Allt sem þú þarft að vita

Skrifað af:

Ritstjórn

Alþingiskosningar 2021 eru nk. laugardag, 25. september. Hér að neðan finnur þú allar helstu upplýsingar fyrir komandi kosningar á Ströndum.

Hvar á ég að kjósa?

Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili á viðmiðunardegi. Ef þú ert ekki viss hver þinn kjörstaður er getur þú flett því upp og séð hvort og hvar þú ert á kjörskrá.

Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Í mörgum tilkvikum birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild hafi þær upplýsingar verið skráðar af sveitarfélaginu.

Árneshreppur

Hvar? Kjörstaður: Félagsheimilið í Árnesi.

Hvenær? Kjörstaður opnar kl. 9:00 og lokar kl. 17:00, laugardaginn 25. september.

Kaldrananeshreppur

Hvar? Kjörstaður: Grunnskólinn Drangsnesi

Hvenær? Kjörfundur hefst kl. 9:00 en kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 -17:00, laugardaginn 25. september.

Strandabyggð

Hvar? Kjörstaður: Hnyðja, Höfðagötu 3.

Hvenær? Kjörfundur hefst kl. 9:00 en kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 -17:00, laugardaginn 25. september.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum hófst föstudaginn 13. ágúst 2021. Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum og útibúum allra sýslumanna

Utan Kjörfundar: Kl. 9:00-13:00. Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík. Sýsluskrifstofunni í Strandabyggð.

Atkvæðagreiðsla fyrir fólk í sóttkví eða einangrun

Sérstakur upplýsingavefur hefur verið opnaður vegna atkvæðagreiðslu í sóttkví eða einangrun vegna covid-19 farsóttarinnar. Þar má nálgast umsóknareyðublað og nánari leiðbeiningar vegna atkvæðagreiðslunnar.

Sérstakir kjörstaðir verða um allt land og á Ströndum verður einn slíkur á Hólmavík.

COVID-kjörstaður: Bílageymsla lögreglustöðvarinnar, Skeiði 2, Hólmavík.

Munið skilríkin

„Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér svo sem með því að segja til sín og framvísa kennivottorði eða nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörstjórninni afhendir kjörstjórn honum einn kjörseðil“

1. mgr. 79 gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis.

Hvað á ég að kjósa?

Strandavarpið

Það getur verið vandasamt að velja hvað eigi að kjósa. Strandir.is fékk frambjóðendur úr öllum flokkum Norðvesturkjördæmis til þess að mæta í kosningahlaðvarp og segja frá hvað þeir hyggist gera fyrir Strandir fái þeir tækifæri til. Við mælum með að allt Strandafólk hlusti á Strandavarpið og taki upplýsta ákvörðun út frá því hvaða málefni skipta þau máli.

> Hlusta á Strandavarpið <

Kosningapróf

Hægt er að taka hin ýmsu kosningapróf til að sjá hvaða flokkar samræmast manns eigin skoðunum.

Kosningapróf kjósturétt.is

Kosningapróf RÚV

Kosningapróf égkýs.is

Kosningapróf Stundarinnar

Gleðilegar kosningar!
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Þorgeir Pálsson ritari í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer yfir stöðuna hvernig ferðasumarið 2021 var á Ströndum.
Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.

Aðrar fréttir

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.