Jólin eru að koma: Nýtt jólalag með barnakór Strandabyggðar

Skrifað af:

Ritstjórn

Barnakór Strandabyggðar. Mynd: Skjáskot úr Mig langar til að hætta (2020)

Barnakór Strandabyggðar hefur gefið út jólalagið Jólin eru að koma. Þetta er þriðja árið í röð sem kórinn gefur út lag fyrir jólin undir stjórn og handleiðslu tónlistarkennara.

Barnakór Strandabyggðar hefur verið starfræktur frá 2019 undir stjórn Braga Þórs Valssonar tónlistarkennara við Tónskólann á Hólmavík. Um 15 krakkar eru í kórnum á aldrinum 6 – 11 ára og æfir kórinn einu sinni í viku. Undanfarnar vikur hefur kórinn verið að æfa nýtt jólalag þar sem lag og texti er hvort tveggja eftir Braga Þór, sem sá einnig um upptökur og útsetningu á laginu.

Jólasveinavísurnar í nútímabúningi

Hluti af Barnakór Strandabyggðar. Mynd: Skjáskot úr Mig langar til að hætta (2020)

Bragi segir að textinn sé einskonar nútíma útgáfa af Jólasveinaþulu Jóhannesar út Kötlum en jólasveinarnir hafa þroskað smekk sinn í tímans rás og eru nú spenntari fyrir að gefa ávexti og gúmmelaði heldur en bara að stela öskum og kertum. Bragi Þór er starfandi tónlistarkennari og er menntaður kórstjóri og er nú í doktorsnámi í kórstjórn frá Stellenbosch University í Suður-Afríku. Hann hefur samið allskonar tónverk, allt frá popplögum upp í heilu messurnar og hefur mikið fengist við að útsetja popplög fyrir kóra og hafa útsetningar hans verið fluttar í 28 löndum.

Kórinn margslungin menntun

Bragi Þór segir að kórastarf sé mikilvægt í tónlistaruppeldi barna og þar sé um margþætta menntun að ræða. „Þau læra svo mikinn aga og samstarf, að hlusta á hvert annað og gleðjast saman þó sumir fái fleiri tækifæri en aðrir. Svo er náttúrulega heilmikil bein tónfræðimenntun í kórastarfinu. Ég segi foreldrum að börnin læri meira í kór en í söngnámi, það er svo miklu margslungnari menntun sem á sér stað þar“ segir Bragi Þór.

Þetta er í þriðja sinn sem Barnakór Strandabyggðar gefur út jólalag á netinu. Í fyrra var ekki hægt að halda jólatónleika vegna samkomutakmarkana og þá var ekki bara tekið upp lag heldur líka unnið vídeó með því.

Barnakór Strandabyggðar sendir öllu Strandafólki og Strandajólasveinum kærar jólakveðjur með jólalaginu sínu.

Jólalagið 2021: Jólin eru að koma

Jólalagið 2020: Mig langar til að hætta

Jólalagið 2019: Jólasyrpa

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.