Jólamarkaður í Hveravík í dag

Skrifað af:

Ritstjórn

Frá uppsetningu jólamarkaðarins í gær. Myndir: Kristín Einarsdóttir

Jólamarkaður verður í samkomusalnum Söngsteini í Hveravík í dag, laugardaginn 4. desember. Markaðurinn mun standa frá klukkan 13 til 17 og öll eru velkomin.

„Mikið úrval eigulegra muna og matvara verður á fjölda söluborða. Kvenfélagið Snót í Kaldrananeshreppi mun sjá um kaffi og kökusölu og ekki má gleyma fjölda tónlistaratriða okkar bestu listamanna, innan og utan sveitar. Við minnum á persónulegar smitvarnir, biðjum ykkur að mæta með grímur og hér verður nóg af spritti. Því miður er enginn posi á staðnum þannig að best er að gestir komi með útroðna vasa af seðlum og klinki og ef allt bregst má líka millifæra. Hlökkum til að sjá ykkur.“ segir Kristín Einarsdóttir í Hveravík í opinni færslu á Facebook.

Ýmislegt handverk og matverk ásamt söng og gleði

Mjög margir söluaðilar eru búnir að boða komu sína og til sölu verður handavinna og handverk af margvíslegu tagi, jólaskraut, gjafabréf á námskeið, matur svo sem hangikjöt, sjávarafurðir, kökur, sultur og margt fleira. Tónlistaratriðin verða bæði fjölbreytt og fjölmörg, söngur og spil og gleði.

Tilvalið tækifæri til að klára jólagjafirnar eða finna eitthvað fallegt fyrir heimilið. Öll velkomin. Ath. það er ekki posi á staðnum svo gott að taka með sér reiðufé.

Sjáumst í jólaskapi Hveravík!

Söngsteinn í Hveravík
Samkomusalurinn Söngsteinn í Hveravík. Mynd: Ásta Þórisdóttir
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.