Jólalag Barnakórs Strandabyggðar 2022

Skrifað af:

Ritstjórn

Jólalag Barnakórs Strandabyggðar. Hönnun: Christina van Deventer

Jólalag Barnakórs Strandabyggðar árið 2022 er komið á streymisveitur og myndband við lagið er komið á Youtube. Fjölmargir aðilar komu að útgáfu lagsins og myndbandsins og er óhætt að segja að lagið muni líklegast koma flestum í ljúfa jólastemningu.

Að þessu sinni var gengið til samstarfs við sjálfan Eyjólf Kristjánsson, Eyfa. Hann endurtók hlutverk sitt sem aðalsöngvarinn í laginu „Gleðileg jól (allir saman)“ sem kom fyrst út á plötu fyrir nokkrum áratugum en er nú komið í nýja útgáfu þar sem barnakórinn er í stóru hlutverki. Lagið hét upphaflega „Merry Christmas Everybody“ og var í flutningi hljómsveitarinnar Slade.

Hljóðfæraleikur og söngur barnakórsins var tekinn upp á Hólmavík af Braga Þór Valssyni (sem sá einnig um útsetningar, hljóðfæraleik og kórstjórn) og söngur Eyfa og hljóðblöndun fór fram Í Stúdíó Neptúnus í Hafnarfirði. Upptökumaður þar á bæ var Halldór Á. Björnsson. Hann sá einnig um hljóðblöndun lagsins. Mastering var í höndum Pete Maher, en hann hefur tekið upp, hljóðblandað og masterað ekki minni stjörnur en U2, Sheryl Crow, Coldplay, The Rolling Stones… og nú Barnakór Strandabyggðar.

Christina van Deventer hannaði „plötuumslag“ lagsins sem sjá má bæði á streymisveitunum og í myndbandinu.

Við þökkum eftirtöldum styrktaraðilum sérstaklega fyrir aðstoðina: Gistihús Hólmavíkur, Café Riis og Sparisjóður Strandamanna.

Lagið á Spotify.
Frétt Strandabyggðar.

Jólalag Barnakórs Strandabyggðar. Hönnun: Christina van Deventer

Nýjustu fréttir og greinar

Öll sem þekkja til Steinu í Gröf vita að hún er mikið jólabarn og bókstaflega umbreytir húsinu í Gröf í fallegt jólahús á hverju ári.
„Í síðustu viku áskotnaðist undirrituðum sá heiður að taka sæti á Alþingi íslendinga fyrir Miðflokkinn.“ skrifar Högni Elfar Gylfason.
Fyrsti í aðventu er núna á sunnudaginn. Fólk er farið að hlakka til jólastússins og jólamarkaðir eru fyrir mörgum mikilvægur liður í því.
Dúllurnar verða með jólatónleika í Sævangi 19. desember. Þar ætla þær að flytja ýmis jólalög og skemmta ásamt því að góðir gestir koma.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Fyrsti í aðventu er núna á sunnudaginn. Fólk er farið að hlakka til jólastússins og jólamarkaðir eru fyrir mörgum mikilvægur liður í því.
Dúllurnar verða með jólatónleika í Sævangi 19. desember. Þar ætla þær að flytja ýmis jólalög og skemmta ásamt því að góðir gestir koma.
Laugardaginn 19. nóvember tóku nemendur Grunnskóla Drangsness þátt í tækni- og hönnunarkeppninni First Lego League í Háskólabíó.
Daníel Haraldsson sinnir hreinsun á hundum og köttum mánudaginn 28. nóvember n.k. í Áhaldahúsinu á Hólmavík milli kl. 16:00 og 18:00.