Jólabingó Sauðfjársetursins hafið

Skrifað af:

Ritstjórn

Jólabingó Sauðfjársetursins. Mynd: Aðsend

Á meðan Covid stóð sem hæst stóð Sauðfjársetur á Ströndum nokkrum sinnum fyrir svokölluðu heimabingó. Það var oft ansi vel lukkað og þátttakan oft ljómandi góð. Sauðfjársetrið hefur svo haldið sig við að halda bæði jóla- og páska-heimabingó eftir að samkomutakmörkunum var aflétt og það eru margir sem taka þátt í þessum skemmtilega leik.

Ester Sigfúsdóttir, forstöðukona Sauðfjársetursins var vön að spila heimabingó með afa sínum þegar hún var ung á Siglufirði á síðustu öld og hugmyndin að heimabingóinu er sprottin þaðan. Þá voru tölur dagsins birtar í búðarglugga á Siglufirði og þeir sem spiluðu með fóru þangað á hverjum degi til að skrifa niður tölurnar og báru svo saman við spjaldið sitt.

Enn hægt að taka þátt

Í dag var byrjað að draga í jólabingóinu, en það fer jafnan fram í beinni útsendingu á Facebook síðu Sauðfjársetursins þar sem tölurnar eru einnig birtar. Dregið er klukkan 18 alla daga þar til allir vinningar eru gengnir út. Þannig getur fólk tekið þátt, hvar sem það er statt. Ekki er enn of seint að tryggja sér spjald, því bingóið tekur venjulega um það bil þrjár vikur, áður en vinningarnir eru gengnir út. Þátttakan núna er líka býsna góð, á fimmta hundrað spjöld eru komin í umferð.

Heimabingóið hjá Sauðfjársetrinu er rafræn skemmtun. Spjöldin eru bara seld á netinu og kaupendur fá þau send rafrænt í einkaskilaboðum á Facebook, í tölvupósti eða með sms. Bingóspjaldið kostar 500 kr. og til að kaupa spjald þarf að senda einkaskilaboð á Facebook síðu Sauðfjársetursins, tölvupóst á saudfjarsetur@strandir.is eða hringja í Ester í síma 693-3474. Allt spjaldið er spilað og þegar fólk fær bingó á það að hringja samdægurs í Ester í síma 693-3474 til að láta vita. Fimm fyrstu fá vinning.

Fyrstu 10 tölurnar

Ester kynnti klukkan 18 í dag nokkra af þeim vinningum sem eru í boði í bingóinu ásamt því að draga fyrstu 10 tölurnar.

I – 21, 27, 28
N – 31, 32, 37
G – 48, 51, 53
O – 71

Nýjustu fréttir og greinar

Öll sem þekkja til Steinu í Gröf vita að hún er mikið jólabarn og bókstaflega umbreytir húsinu í Gröf í fallegt jólahús á hverju ári.
„Í síðustu viku áskotnaðist undirrituðum sá heiður að taka sæti á Alþingi íslendinga fyrir Miðflokkinn.“ skrifar Högni Elfar Gylfason.
Fyrsti í aðventu er núna á sunnudaginn. Fólk er farið að hlakka til jólastússins og jólamarkaðir eru fyrir mörgum mikilvægur liður í því.
Dúllurnar verða með jólatónleika í Sævangi 19. desember. Þar ætla þær að flytja ýmis jólalög og skemmta ásamt því að góðir gestir koma.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Fyrsti í aðventu er núna á sunnudaginn. Fólk er farið að hlakka til jólastússins og jólamarkaðir eru fyrir mörgum mikilvægur liður í því.
Dúllurnar verða með jólatónleika í Sævangi 19. desember. Þar ætla þær að flytja ýmis jólalög og skemmta ásamt því að góðir gestir koma.
Laugardaginn 19. nóvember tóku nemendur Grunnskóla Drangsness þátt í tækni- og hönnunarkeppninni First Lego League í Háskólabíó.
Daníel Haraldsson sinnir hreinsun á hundum og köttum mánudaginn 28. nóvember n.k. í Áhaldahúsinu á Hólmavík milli kl. 16:00 og 18:00.