Íþróttafólk á öllum aldri á héraðsmóti

Skrifað af:

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Ræst í hlaup. Mynd: Íris Björg Guðbjartsdóttir

Keppendur á héraðsmóti Héraðssambands Strandamanna létu ljós sitt skína í ótal greinum frjálsra íþrótta í gær. Yngsti keppandinn var tveggja ára en sá elsti 49 ára. 

Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum var haldið í gær, þriðjudaginn 13. júlí, á Skeljavíkurgrundum rétt fyrir utan Hólmavík. Mótið stóð yfir í tvær klukkustundir, frá kl. 17 til 19 og voru keppendur um 20 talsins. 

Að sögn skipuleggjandans Írisar Bjargar Guðbjartsdóttur, formanns Íþróttafélagsins Geislans, gekk mótið afar vel í ár og veðrið með íþróttafólki og mótshöldurum í liði; hlýtt, þurrt og lítill vindur. 

Keppt var í kastgreinum, hlaupum, hástökki og langstökki. Á vefnum Þór, mótaforriti Frjálsíþróttasambands Íslands, má sjá úrslit gærdagsins og afrek Strandafólks. 

Sjá úrslit hér.

Hér má sjá nokkrar myndir af mótinu og þátttakendum.

Langstökk. Mynd: Írís Björg Guðbjartsdóttir.
Kringlukast. Mynd: Íris Björg Guðbjartsdóttir.
Nokkrir þáttakendur á mótinu. Mynd: Íris Björg Guðbjartsdóttir.
Hressir þátttakendur á héraðsmóti. Mynd: Íris Björg Guðbjartsdóttir.

Fyrir áhugasama er hægt að lesa sér til um Héraðssamband Strandamanna á Facebook-síðu félagsins: https://www.facebook.com/herstrandamanna/

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.