Íþróttafólk á öllum aldri á héraðsmóti

Skrifað af:

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Ræst í hlaup. Mynd: Íris Björg Guðbjartsdóttir

Keppendur á héraðsmóti Héraðssambands Strandamanna létu ljós sitt skína í ótal greinum frjálsra íþrótta í gær. Yngsti keppandinn var tveggja ára en sá elsti 49 ára. 

Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum var haldið í gær, þriðjudaginn 13. júlí, á Skeljavíkurgrundum rétt fyrir utan Hólmavík. Mótið stóð yfir í tvær klukkustundir, frá kl. 17 til 19 og voru keppendur um 20 talsins. 

Að sögn skipuleggjandans Írisar Bjargar Guðbjartsdóttur, formanns Íþróttafélagsins Geislans, gekk mótið afar vel í ár og veðrið með íþróttafólki og mótshöldurum í liði; hlýtt, þurrt og lítill vindur. 

Keppt var í kastgreinum, hlaupum, hástökki og langstökki. Á vefnum Þór, mótaforriti Frjálsíþróttasambands Íslands, má sjá úrslit gærdagsins og afrek Strandafólks. 

Sjá úrslit hér.

Hér má sjá nokkrar myndir af mótinu og þátttakendum.

Langstökk. Mynd: Írís Björg Guðbjartsdóttir.
Kringlukast. Mynd: Íris Björg Guðbjartsdóttir.
Nokkrir þáttakendur á mótinu. Mynd: Íris Björg Guðbjartsdóttir.
Hressir þátttakendur á héraðsmóti. Mynd: Íris Björg Guðbjartsdóttir.

Fyrir áhugasama er hægt að lesa sér til um Héraðssamband Strandamanna á Facebook-síðu félagsins: https://www.facebook.com/herstrandamanna/

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up