Íbúafundur á Drangsnesi: Sameining skoðuð

Skrifað af:

Ritstjórn

Drangsnes. Mynd: Ragna Ólöf Guðmundsdóttir

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps boðar til íbúafundar miðvikudaginn 17. nóvember kl. 18:30 í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinum verður einnig streymt, hér er hlekkur á fundinn á Zoom. Öll velkomin.

„Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur ákveðið að eiga samtal við íbúa sína vegna ákvæða í nýju sveitarstjórnarlögum og upplýsa um þau verkefni sem verið er að undirbúa.“ segir Finnur Ólafsson, oddviti hreppsins. Í nýjum sveitarstjórnarlögum er kveðið á um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum og á síðasta fundi hreppsnefndar voru teknar fyrir niðurstöður Strandabyggðar sem nýlega fór í valkostagreiningu varðandi möguleika á sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Á fundinum var ákveðið að taka málið til skoðunar og kanna vilja íbúa á íbúafundi. Einnig verður meðal annars fjallað um fjölgun lóða á Drangsnesi, innviði í hreppnum, heimsmarkmiðin, leit að jarðhita og vinnslumöguleika og brunamál.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.