Í sveppamó með Mörtu í Bæ 1

Skrifað af:

Ritstjórn

Sveppamór með Mörtu. Mynd: Marta Guðrún Jóhannesdóttir

Sunnudaginn 7. ágúst gefst áhugasömum tækifæri til að fá fara í sveppamó með Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur húsfreyju í Bæ 1 á Nesströnd í Kaldrananeshreppi.

Marta er kennari við Grunnskóla Drangsness og sérlegur áhugamaður um sveppi en hún hefur tínt sveppi um árabil og notað í matargerð. Boðið verður upp á stutt námskeið þar sem þátttakendur læra að þekkja algengustu matsveppi á svæðinu og hvernig má nýta þá. Marta mun einnig fylgja þátttakendum í sveppamó um skógræktarsvæðið í kringum Bæ 1 en nú er sveppatíð víða hafin. 

Margir góðir matsveppir vaxa á Ströndum. Mynd: Marta Guðrún Jóhannesdóttir

Að lokum verður boðið upp á sveppaböku gegn vægu gjaldi (500 kr.) í fjárhúsinu við Bæ 1 sem breytt hefur verið í gróðurhús. 

Allir þátttakendur fá lítinn bækling heim með sér sem hefur að geyma fróðleik um helstu matsveppi hér á Ströndum.  

Námskeiðið hefst kl. 13:30 og stendur yfir til kl. 16:30 og er gjaldfrjálst. Þá þarf ekki að skrá sig fyrirfram, bara mæta í Bæ 1. Gott er að vera vel útbúin og þau sem eiga körfur eru hvött til þess að taka þær með. Sveppamórinn er hluti af Viðburðadagatali Kaldrananeshrepps sem hefur staðið fyrir ýmsum skemmtilegum viðburðum í sumar.

Facebook viðburður

Nýjustu fréttir og greinar

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.