Hver er íþróttamanneskja ársins í Strandabyggð?

Skrifað af:

Ritstjórn

Skíðasvæðið í Selárdal. Mynd: Haukur Sigurðsson

Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Senda skal tilnefningar ásamt rökstuðningi á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is, eigi síðar en 17. janúar 2022.

Öll mega senda inn tilnefningu og frjálst er að nefna fleiri en einn aðila, en íþróttafólkið þarf að hafa haft lögheimili í Strandabyggð á síðastliðnu ári. Vissulega hefur farið minna fyrir keppnum á árinu en gengur og gerist en það þarf ekki að þýða að afrekin og eljan hafi verið minni, þvert á móti má ætla að veglegan aukaskammt af metnaði og þrautseigju hafi þurft til að halda sér við efnið á árinu. 

Samkvæmt reglugerð um útnefningu á íþróttamanni ársins hefur Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd umsjón með valinu á ári hverju. Upplýst verður um valið á síðar í mánuðinum.

Handhafi viðurkenningarinnar hlýtur til vörslu í eitt ár farandbikar sem íþróttafélag lögreglufólks á Hólmavík gefur.

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar hvetur öll til að nýta þetta tækifæri til að minnast þeirra afreka sem íþróttafólk okkar hefur unnið á liðnu ári.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Nú er hægt að sækja um styrki til verkefna sem styrkja Árneshrepp. Öllum er heimilt að sækja um, umsóknarfrestur er til 17. febrúar 2022.