Hundasúrupestó- og kúrbítsmarkaður

Skrifað af:

Ritstjórn

hundasúrupestómarkaður
Áhugasamur viðskiptavinur að versla vörur úr nærumhverfinu. Mynd: Guðný Rúnarsdóttir.

Hundasúrupestó- og kúrbítsmarkaður Grunnskóla Drangsness var haldinn í dag. Um sannkallaðan uppskerumarkað var að ræða þar sem allt sem var til sölu var unnið úr plöntum sem nemendur ræktuðu sjálfir í skólagróðurhúsinu sem er á skólalóðinni eða voru tínd í nærumhverfinu.

Markaðurinn var haldinn í grunnskólanum en síðan færður í búðina þar sem eldri nemendur fengu að koma sér fyrir og héldu sölunni áfram. Nánast allt seldist upp innan við klukkutíma og voru nemendur og kennarar ánægðir með árangurinn. Alls söfnuðust um 30.000 krónur og munu þær nýtast vel í skólaferðalag sem farið verður í næsta vor. Ein gúrka var til sölu, sex kúrbítar, átta kíló af kartöflum (gulum og bláum), vallhumalste, þurrkaðir matsveppir, kryddjurta vendir og síðast en ekki síst; hundasúrupestó.

Hundasúrupestó. Mynd: Guðný Rúnarsdóttir.

Hefð fyrir matjurta- og ræktunarsmiðju á vorin

Guðný Rúnarsdóttir skólastjóri segir að á vorin sé hefð fyrir matjurta- og ræktunarsmiðju í grunnskólanum og þá er sáð fræjum og á haustin er svo er uppskorið. Nemendur læri að rækta sér til matar og að upplifa náttúruna með sjálfbærni og mataröryggi í huga. Inn í námið fléttast allskonar námsgreinar eins og lífsleikni, fjármálalæsi og matreiðsla. „Nemendur eru ekki bara að rækta heldur líka að skoða nærumhverfið og tína nytjaplöntur í te og krydd. Með þessu erum við einnig að tengjast nærsamfélaginu en við bjóðum fólki að kynnast starfinu í skólanum og það finnist okkur mikilvægt“ segir Guðný.

Eina gúrkan sem óx var líka seld fyrir ferðasjóðinn. Mynd: Guðný Rúnarsdóttir.

„Okkur finnst æðislegt að hafa skólagróðurhús“

Markaðurinn í dag hefur margþætt hlutverk, bæði sem kynning á starfinu, æfingu í að koma vöru á markað og ekki síst að safna fyrir skólaferðalaginu. Nemendur hafa áður unnið ýmis ræktunarverkefni sem þau hafa tengt samfélaginu. Fyrir tveimur árum ræktuðu þau tómatplöntur og gáfu þeim íbúum sem vildu og í fyrra voru þau með grænkálsmarkað. „Okkur finnst æðislegt að hafa skólagróðurhús“ segir Guðný að lokum og vill þakka góðar viðtökur.

Fín uppskera á bláum kartöflum. Mynd: Guðný Rúnarsdóttir.

Hér fylgja tvær uppskriftir frá nemendum þar sem kúrbítur spilar stórt hlutverk:

Kúrbíts sulta

500g kúrbítur

2 sítrónur, safinn og börkurinn

300-400 g. sykur með sultuhleypi í (Dansukker Jam Sugar

1 g. kardimomu duft (má sleppa)

150 ml. vatn

Súkkulaði- og kúrbíts kaka

Kjarnhreinsa kúrbít og rífa niður með rifjárni. Þvo sítrónu vel, blanda saman sítrónu, sítrónuberki (rifnum), kúrbít og vatn setja saman í pott og sjóða við vægan hita í 10 mínútur (með lokinu á). Bætið sykrinum með sultuhleypi og kardimomu dufti í, sjóðið í 3 mínútur. Takið af hitanum og fleytið froðu af. Hellið ofan í heita sótthreinsaða krukku. Lokið vel. Geymið á köldum stað.

2 bollar hveiti

1 bolli sykur

¾ bolli kakó

2 tsk matarsóti

2 tsk vínsteinslyftiduft eða 1 tsk. Lyftiduft

2 tsk. kanill

4 egg

1 ½ bolli ólífuolía

3 bollar gróft rifinn kúrbítur

¾ bolli niðurskornar valhnetur

½ tsk. salt

Blanda öllum þurrefnum saman (nema hnetum), svo egg og olíu. Blanda vel. Svo setja hnetur og kúrbít. Baka í 50-60 mínútur á 180 gráðum. Þessi uppskrift passar í hálfa ofnskúffu.

Kúrbítur í skólagróðurhúsinu. Mynd: Guðný Rúnarsdóttir.
Hundasúrupestóiið vakti lukku og allt seldist. Mynd: Guðný Rúnarsdóttir.
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Þorgeir Pálsson ritari í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer yfir stöðuna hvernig ferðasumarið 2021 var á Ströndum.
Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.

Aðrar fréttir

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.