Hrútasýningar á Ströndum

Skrifað af:

Steinunn Þorsteinsdóttir

Hrútasýning á Ströndum
Frá hrútasýningunni í fjárhúsunum á Heydalsá 1. Mynd: Ragnar Kristinn Bragason

Síðastliðna helgi voru haldnar tvær hrútasýningar á Ströndum, önnur á veturgömlum hrútum á vegum fjárræktarfélagsins Tinds og hin á lambhrútum á vegum Félags sauðfjárbænda í Strandasýslu en sú sýning var haldin í tvennu lagi vegna sauðfjárveikivarna.

Fyrri hrútsasýningin var haldin föstudaginn 8. október í fjárhúsunum í Miðdalsgröf í Strandabyggð af fjárræktarfélaginu Tindi sem í eru sauðfjárbændur í Strandabyggð og Kaldrananeshreppi. Sýndir voru veturgamlir hrútar frá 8 bæjum.

Í 1. sæti var hrúturinn Skarfur frá Klúku í Miðdal og í 2. og 3. sæti voru hrútarnir Snabbi og Sólmundur frá Miðdalsgröf. 

Hrútasýning Heydalsá
F.v. Þórey Ragnarsdóttir Heydalsá heldur í hrút frá Miðdalsgröf, Kristvin Guðni frá Klúku með farandverðlaunaskjöldin, Unnsteinn Árnason Klúku með verðlaunahrútinn og Reynir Björnsson Miðdalsgröf með hrútinn í 2. sæti. Mynd: Ragnar Kristinn Bragason
Hrútasýning Ströndum
Ármann Ingi Jóhannsson frá Laxárdal með farandbikar fyrir besta lambhrútinn í Strandasýslu 2021. Mynd: Eyvindur Atli Ásvaldsson

Keppt um kollótta hvíta, mislita og hyrnda hrúta

Lambhrútasýningin var haldin 9. október á vegum Félags sauðfjárbænda i Strandasýslu og fór fram í tvennu lagi vegna sauðfjárveikivarna. Þar var keppt í þremur flokkum, kollóttir hvítir, hyrndir og mislitir. Fyrri hluti sýningarinnar fór fram í Laxárdal í Hrútafirði þar sem sýndir voru 24 hrútar og seinni hlutinn fór fram á Heydalsá 1 þar sem sýndir voru 42 hrútar.

Í flokknum mislitir sigraði hrútur frá Miðdalsgröf. Í 2. sæti var hrútur frá Klúku í Miðdal og sá í 3. sæti kom frá Broddanesi 1. Í hyrnda flokknum sigraði hrútur frá Smáhömrum, í 2. sæti var hrútur frá Laxárdal og sá í 3. sæti var einnig frá Smáhömrum. Í flokknum hvítum kollóttum sigraði hrútur frá Laxárdal sá í 2. sæti var frá Broddanesi 1 og í 3. sæti var hrútur frá Haraldi á Innra-Ósi. Besti hrútur sýningarinnar var sigurvegarinn í flokki hvítra kollóttra frá Laxárdal.  Einnig fékk unga kynslóðin að sýna gimbrarnar sínar og voru þær 8 talsins það var Ísey Lilja Waage frá Skálholtsvík sem vann með fallegustu gimbrina.  

Báðar þessar keppnir fóru þannig fram að ráðunautur var fenginn til að dæma hrútana og raða í sæti og að þessu sinni var ráðunauturinn Stella Guðrún Ellertsdóttir dómari á báðum sýningunum.

Hrútasýning Ströndum
Stella ráðunautur þuklar hrútana í fjárhúsunum á Heydalsá 1. Mynd: Ragnar Kristinn Bragason
Hrútasýning Ströndum
Jón Loftsson mætti og sá til að allt færi nú rétt fram. Mynd: Ragnar Kristinn Bragason
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.