Hrekkjavík á Hólmavík & draugahús á Drangsnesi

Skrifað af:

Ritstjórn

Gluggaskreyting frá Hrekkjavökunni í fyrra. Mynd: Esther Ösp Valdimarsdóttir

Félagsmiðstöðin Ozon stendur fyrir hryllilegri hátíð í tilefni Hrekkjavöku á næstu helgi. Draugahús, búningaball, grikk eða gott ganga um myrkvaða Hólmavík og hryllileg listaverkakeppni fyrir börn og fullorðna. Á Drangsnesi verður einnig draugahús og spákona á fimmtudaginn.

Um næstu helgi verður haldin hryllilega hátíðin Hrekkjavík á Hólmavík í annað sinn í tilefni allraheilagramessu eða Halloween. Hátíðin er skipulögð af Ozonráði félgasmiðstöðvarinnar Ozon á Hólmavík og stendur yfir í tvo daga, föstudag og laugardag.

Hrekkjavík á Hólmavík um helgina. Mynd: Esther Ösp Valdimarsdóttir

Búningaball og heilasafi

Á föstudaginn verður boðið upp á draugahús í félagsheimilinu á Hólmavík kl. 19 – 20 og í framhaldi verður haldið búningaball. Á ballinu verður boðið upp á heilasafa í boði Krambúðarinnar og skelfilegustu búningarnir verða verðlaunaðir með gjöfum frá Galdrasýningunni á Hólmavík. Draugahúsið og ballið er ætlað fyrir allan aldur og kostar einungis 500 krónur inn. Mælst er til þess að börn komi í fylgd með fullorðnum til að tryggja það að fang sé til að hugga alla sem skelfast í draugahúsinu.

Hryllilegar veitingar á Hrekkjavík í fyrra. Mynd: Esther Ösp Valdimarsdóttir

Gengið um myrkvað þorp og sníkt nammi

Á laugardag, milli klukkan 19 og 21, verður slökkt á öllum útiljósum í þorpinu til að gera það eins hrikalegt og hugsast getur. Íbúar og fyrirtæki eru jafnframt hvött til að skreyta híbýli sín. Ef hús er skreytt má gera ráð fyrir að þar megi sníkja sætindi á laugardagskvöldið enn í öllu falli er gaman að að ganga um og skoða hræðilegar skreytingar og láta skjóta sér skelk í bringu.

Íbúar á Hólmavík eru hvattir til að skreyta hús sín fyrir Hrekkjavík. Mynd: Esther Ösp Valdimarsdóttir

Draugahús og spákona á Drangsnesi

Á Drangsnesi verður boðið upp á draugahús fimmtudaginn 28. október milli kl. 18-20 í grunnskólanum, en þar verður einnig spákona á milli 18-18:30. Það eru nemendur í 1.-4. bekk Grunnskóla Drangsness sem hafa haft veg og vanda af því að búa til draugahúsið og bjóða þau öll velkomin.

Auglýsing frá Grunnskóla Drangsness. Mynd: Frá Facebook-viðburði skólans

Hryllileg myndlistarkeppni

Frístund Grunnskóla Hólmavíkur stendur fyrir hrekkjavökulistakeppni fyrir bæði börn og fullorðna. Keppni barna fór fram í skólanum í síðustu viku en ennþá er opið fyrir fullorðna að taka þátt og senda inn verk. Verkunum má koma til Christinu og Halldóru í Frístundinni uppi í grunnskóla fyrir kl. 16 þann 1. nóvember. Fólk er hvatt til að taka þátt og finna sinn innri hrekkjavökusköpunarkraft. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir báða hópa og verða úrslit tilkynnt þann 4. nóvember á síðu Strandabyggðar og á strandir.is

Verðlaunaafhending á Hrekkjavík í fyrra. Mynd: Esther Ösp Valdimarsdóttir
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.