Hreinsun hunda og katta á Hólmavík

Skrifað af:

Ritstjórn

Hundar og kettir eru velkomnir í hreinsun. Mynd: Yan Laurichesse

Daníel Haraldsson dýralæknir sinnir hreinsun á hundum og köttum fimmtudaginn 18. nóvember n.k. í Áhaldahúsinu á Hólmavík milli kl. 16:00 og 18:00.

Gott væri ef hundaeigendur gætu komið á milli 16:00 og 17:00 og kattaeigendur á milli 17:00 og 18:00.

Hundar þurfa að vera í taumi og kettir í búri en einnig er í boði að sækja lyfin fyrir kettina á auglýstum tíma til Daníels.
Kattaeigendur eru einnig minntir á að hreinsun katta er ekki innfalin í leyfisgjaldinu, skammtturinn kostar 1.700 kr og verður innheimt með leyfisgjaldinu í lok nóvember. 

Hunda og kattaeigendur í Strandabyggð, bæði þéttbýli og dreifbýli eru hvattir til að mæta og nýta sér þjónustuna.

Allir hundar og kettir innan þéttbýlis skulu skráðir og bera merkingar skv. reglugerð um hunda og kattahald sem finna má á vef Strandabyggðar. Skylt er að færa hunda og ketti til hreinsunar árlega.

Þau sem óska eftir annari dýralæknisþjónustu eða upplýsingum er velkomið að hafa samband við Daníel í síma 434-1122 á milli 9 og 11 alla virka daga eða á netfangið dannidyralaeknir@gmail.com

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.