Hópbólusetning í félagsheimilinu á Hólmavík

Skrifað af:

Ritstjórn

Félagsheimilið Hólmavík
Búið er að undirbúa félagsheimilið til að tryggja 2 metra nálægðarmörk. Mynd: Salbjörg Engilbertsdóttir

38 einstaklingar á Ströndum verða bólusettir á milli klukkan 12 -13 í félagsheimilinu á Hólmavík í dag.

Skv. heimildum frá Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur er verið að bólusetja einstaklinga 65 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Bólusett er með bóluefninu Pfizer og hjúkrunarfræðingur frá Búðardal er á svæðinu til þess að aðstoða við bólusetningarnar.

Ekki er unnt að bólusetja svo marga í einu á heilsugæslu Hólmavíkur vegna fjöldatakmarkana og því ákveðið að nota félagsheimilið á Hólmavík þar sem einnig er hægt að trygga 2 metra nálægðarmörk.

Eins og áður hefur komið fram hafa bólusetningar gengið vel á Ströndum og búið að full bólusetja marga í áhættuhópum. Bólusetningar á svæðinu heyra undir Heilbrigðisstofnun Vesturlands sem skiptir því bóluefni sem það fær jafnt á milli sinna starfsstöðva.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Nýlega var endurhleðslusetrið Kyrrðarkraftur stofnað á Ströndum. Kristín hitti Esther Ösp og fékk að heyra um markmið og áherslur setursins.
Sveitarstjórn Strandabyggðar staðfesti formlega uppsögn sveitarstjóra, Þorgeirs Pálssonar á aukafundi í dag og gaf út yfirlýsingu um málið.
Sauðburður hafinn, blóm blómstra og farfuglar byrjaðir að verpa. Í Heygarðshorninu fer Hafdís í Húsavík yfir bændamálefni líðandi stundar.
Finnur Ólafsson er oddviti Kaldrananeshrepps, ræktar kirsuber og vinnur á fiskmarkaði Hólmavíkur. Kristín hitti Finn á bryggjunni á Hólmavík.
Skólaþing er haldið í Strandabyggð á morgun. Markmiðið er að leyfa fólki að koma á framfæri hugmyndum sínum um gott og öflugt skólastarf.
Nemandi í Grunnskóla Drangsness fékk sérstaka viðurkenningu fyrir handrit sitt í handritasamkeppni Árnastofnunar.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up