Hluta af myndlistarverki stolið á Drangsnesi

Skrifað af:

Ritstjórn

Frá heitu pottunum á Drangsnesi þar sem hluti listaverks Mireyu Samper var tekið ófrjálsri hendi. Mynd: Aðsend

Um tug steyptra bronsdropa er saknað úr myndlistaverki við heitu pottana á Drangsnesi. Um er að ræða myndlistarverk listakonunnar Mireyu Samper sem var að vinna viðbót við verk sitt Lagrima sem er unnið beint í grjótið sem umlykur pottana.

Mireya Samper myndlistarkona vann að sýningu á Drangsnesi í sumar sem var hluti af Nr 4 Umhverfing sem er stór myndlistasýning á Vestfjörðum öllum og Dölum. Mireya var að vinna verkið við heitu pottana á Drangsnesi þar sem fyrir er verkið Lagrima sem hún vann þar árið 2006. Hún þurfti frá að hverfa um tíma vegna veikinda og var verkið ekki fullklárað. Þegar dóttir hennar snéri til baka til að mynda verkið, sem Einar Unnsteinsson kláraði að setja upp fyrir Mireyu, var búið að taka fjölmarga bronsdropa sem tilheyra verkinu.

Mireya Samper listakona. Mynd: Ómar Sverrisson

„Þetta er mjög leiðinlegt því verkið var ekki fullklárað og ég þ.a.l. ekki búin að taka neinar myndir af því. Þetta er líka fjárhagslegt tjón því ég lét steypa þessa dropa úti í Indónesíu og flytja heim svo þetta var mjög dýrt fyrir mig,“ segir Mireya. Hún segist vona að sá aðili eða aðilar sem tóku þetta muni sjá að sér og skila listaverkunum.

Um er að ræða 10-12 stykki af bronsdropum í mismunandi stærð, allt frá 7 cm upp í 25 cm. Þeir voru límdir á stóra steina sem eru við heitu pottana en hafa verið plokkaðir upp og teknir. Ef einhver veit eitthvað um afdrif bronsdropanna má sá aðili gjarnan hafa samband við Mireyu í s. 698-5973 eða í tölvupósti mireya@mireya.is eða hafa samband við Finn Ólafsson, oddvita Kaldrananeshrepps í s. 775-3377. Á meðfylgjandi mynd má sjá einn bronsdropann í verkinu.

Droparnir líta út eins og þessi sem örin bendir á, sumir stærri og aðrir minni. Mynd: Aðsend

Uppfært: Droparnir voru til að byrja með um 15-18, en eftir stuldinn á þessum 10-12 voru þeir sem eftir voru settir í örugga geymslu. Stolnu verkin eru enn ekki fundin.

Nýjustu fréttir og greinar

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.