Hlaut viðurkenningu í handritasamkeppni

Skrifað af:

Ritstjórn

Handritakeppni Árnastofnunar
Verk Söru Lindar. Mynd: Grsk. Drn.

Árnastofnun stóð fyrir handritasamkeppni fyrir grunnskólanemendur í tilefni af því að þann 21. apríl sl. voru 50 ár liðin frá því að fyrstu handritin komu heim frá Danmörku. Nemandi í Grunnskóla Drangsness fékk sérstaka viðurkenningu fyrir sitt handrit.

Hátt í hundrað fjölbreytt handrit bárust

Verkefnið gekk út á að virkja sköpunargleði nemenda og hvetja þá til að útbúa sín eigin handrit. Hvatt var til að gera tilraunir á ólíkum sviðum sköpunar, svo sem með textagerð, blekgerð, síðuhönnun, umbroti, bókbandi o.s.frv. Handritasamkeppnin var haldin í samstarfi við Sögur – verðlaunahátíð barnanna en í júní verður eitt handrit verðlaunað sem Ungdómshandritið 2021.

„Nemendur höfðu frjálsar hendur og af þeim hátt í hundrað handritum sem bárust í keppnina voru efnistökin afar fjölbreytt. Nemendur í eldri deild Grunnskóla Drangsness tóku þátt í samkeppninni en í kjölfar heimsóknar fræðara Árnastofnunnar þeirra Snorra og Jakobs hófu nemendur að kynna sér heim handritanna, efniðvið og aðferðir.“ segir í tilkynningu frá skólanum.

Grímsey í forgrunni

Þær Guðbjörg Ósk og Kristjana Kría Lovísa, nemendur á Drangsnesi skrifuðu upp brot af þjóðsögunni um tilurð Kerlingarinnar og Grímseyjar í Steingrímsfirði á skinn ásamt því að mála mynd af Kerlingunni og eyjunni.

Handritakeppni
Handrit Guðbjargar Óskar og Kristjönu Kríu Lovísu. Mynd: Grsk. Drn.

Sara Lind Magnúsdóttir er í 8. bekk Grunnskóla Drangsness og hún valdi brot úr ljóði Björns Guðmundssonar frá Bæ, Grímsey á Steingrímsfirði, sem birtist m.a. í safninu Kvæðaperlur úr Kaldrananeshreppi. Ljóðið skrifaði Sara Lind upp á næfurkollu ásamt því að mála mynd af eyjunni á börkinn.

Síðasta vetrardag var tilkynnt hvaða handrit fengu sérstaka viðurkenningu og var eitt þeirra handrit Söru Lindar. 

Handrit Sara Lind
Verk Söru Lindar. Mynd: Árnastofnun
Ljóð Söru
Verk Söru Lindar. Mynd: Árnastofnun
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.