Hinsegin fræðsla á Hólmavík: Öll velkomin!

Skrifað af:

Ritstjórn

Hinsegin fræðsla á Hólmavík
Regnbogatröppur upp að kirkjunni á Hólmavík Mynd: Ásta Þórisdóttir

Hinsegin fræðsla verður í Leikskólanum Lækjarbrekku og Grunnskólanum á Hólmavík dagana 18.- 19. október og félagsheimilinu fyrir öll sem hafa áhuga á að fræðast. Fræðari kemur frá Samtökunum ’78 en þau halda úti umfangsmikilli fræðslu um hinseginleikann fyrir alla aldurshópa.

Fræðari á vegum Samtakanna ’78 mun koma í Strandabyggð eftir helgi með fræðslu fyrir nemendur og íbúa. Samtökin ’78 er félag hinsegin fólks á Íslandi. Markmið félagsins er að hinsegin fólk verði sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi. Til hinsegin fólks teljast m.a. lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, eikynhneigðir, pankynhneigðir, intersex fólk og trans fólk.

Opin fræðsla fyrir öll áhugasöm

Á mánudagskvöldið, 18. október, verður hinsegin fræðsla í boði fyrir öll áhugasöm, s.s. starfsfólk skólanna, foreldra og aðra íbúa. Fræðslan tekur um klukkustund og hefst klukkan 18 í félagsheimilinu á Hólmavík. Öll eru hvött til að mæta og fræðast um hinseginleikann. Fordómar byggja á fáfræði.

Einstaklingsráðgjöf fyrir nemendur

Fræðsla verður fyrir elstu börn leikskóla 4 – 5 ára þann 18. október og einnig fyrir foreldra þeirra sama dag. Á þriðjudeginum 19. október fá allir nemendur í grunnskólanum fræðslu, hver bekkjardeild fyrir sig og í lokin er nemendum boðið upp á gjaldfrjálsa ráðgjafatíma fyrir þá einstaklinga sem vilja.

Hægt er að lesa um Samtökin ’78 og starfsemi þeirra hér.

Hugtök yfir hinsegin tilveru

Á vefsíðunni Hinsegin frá Ö-A er hægt að fræðast um hugtök innan hinseginleikans sem öll ættu að lesa yfir og þekkja. Þar segir m.a.: „Til að hægt sé að ræða um og spá í hinsegin veruleika verðum við að eiga orð og hugtök yfir hann. Ef við ættum engin orð yfir hinsegin tilveru værum við ósýnileg. Þá væri ekki hægt að tala um gleðina sem fylgir því að vera hinsegin, um vegferðina, félagsskapinn, pólitíkina og allt hitt.“

Skoða síðu Hinsegin frá Ö-A.

Hinsegin fræðsla á Hólmavík
Regnbogi eftir nemanda á Hólmavík. Mynd: Ásta Þórisdóttir
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.