Grunnskólanum á Hólmavík lokað vegna Covid-smits

Skrifað af:

Ritstjórn

Grunnskólinn á Hólmavík. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Grunn- og tónskólinn á Hólmavík verður lokaður á morgun mánudaginn 15. nóvember. Covid-19 smit hefur verið staðfest í skólanum. Unnið er að smitrakningu en þegar hefur verið ákveðið að starfsfólk fari í sóttkví og sýnatöku.

Sömuleiðis hefur smitrakningarteymi sóttvarnalæknis og almannavarna ákveðið að nemendur á miðstigi; í 4.-6. bekk þurfi að viðhafa smitgát.

Óbreytt starfsemi í Leikskólanum Lækjarbrekku

Leikskólinn Lækjarbrekka verður opinn eins og venjulega. Grunn- tón- og leikskólinn á Hólmavík eru samrekin en leikskólinn er í öðru húsnæði og hefur starfsfólk hans ekki verið útsett fyrir smiti.

Leiðbeiningar til foreldra

Til foreldra vegna smitgátar:
Fara þarf inn á smitgátina til þess að skrá barnið í smitgát og fá strikamerki til að komast í hraðpróf, en þau eru tekin á fyrsta og fjórða degi. Athugið að einungis á að skrá barnið sjálft í smitgát en ekki foreldra/forráðamenn.
Börn sem þurfa að fara í smitgát geta haldið áfram að mæta í skólann sé hann opinn en verða að fara í fyrrnefnd tvö hraðpróf.

Ef einstaklingur greinist jákvæður í hraðprófi fær viðkomandi strikamerki og boðun í PCR próf. Smitrakning hefst ef niðurstaða PCR prófs er jákvæð en einstaklingurinn er í einangrun frá niðurstöðu hraðprófs.
Einstaklingar í smitgát eru frjálsir ferða sinna en þurfa sérstaklega að fara gætilega m.t.t sóttvarna, mega mæta í skólann sé hann opinn en þurfa að forðast umgengni við viðkvæma einstaklinga.

Þessar upplýsinngar má finna á vef Strandabyggðar.


Inni á Covid.is er að finna hvers kyns upplýsingar.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.