Golfmót Strandamanna 2021 á Akranesi

Skrifað af:

Ritstjórn

Frá golfmóti Strandamannna 2020. Mynd: Aðsend

Golfmót Strandamanna verður haldið á Garðavelli á Akranesi sunnudaginn 5. september 2021.

Golfmót Strandamanna verður haldið á Akranesi nk. sunnudag. Keppt verður bæði með hefðbundnu punktafyrirkomulagi þar sem full forgjöf leikmanna gildir en einnig í höggleik. Byrjendur eru hvattir til að taka þátt sem gestir, þó ekki skráðir með forgjöf. Mótið snýst líka um að sýna sig og sjá aðra Strandamenn.

Hægt er að skrá sig beint í mótið á Golfbox en einnig er hægt að hafa samband við nefndina og fá frekari upplýsingar í Facebook hóp golfsins Strandamanna Golf.

Mótið er opið öllum Strandamönnum; ættuðum, uppöldum, mökum o.s.frv. Allir hvattir til að skrá sig og taka þátt.

Fyrirkomulag

Rástímar frá kl. 11:30-13:00. Rástímum verður þjappað saman ef ekki næst full þátttaka.

Þátttökugjald 5.500 kr. 

Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni sem og höggleik. Mikilvægt að haka við báða keppnisflokka við skráningu. 

Nándarmælingar á öllum par 3 holum.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.