Framkvæmdir hefjast á ný við Krossneslaug

Skrifað af:

Ritstjórn

Baðaðstaða og búningsklefar verða endurnýjaðir. Mynd: Róbert H. Ingólfsson

Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.

Krossneslaug er rekin af Ungmennafélaginu Leifi heppna sem stóð fyrir byggingu hennar árið 1954. Valgeir A. Eyjólfsson frá Krossnesi er formaður Leifs heppna og segir hann að sundlaugin hafi notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina bæði hjá heimafólki og ferðamönnum og áætlar að 7-8 þúsund manns sæki hana á hverju sumri. Umsjónarmenn laugarinnar hafa undanfarin sumur haft aðstöðu í tjaldi og til að bæta úr því var ákveðið að byggja starfsmannahús. Guðlaugur Maríasson frá Felli hannaði nýbygginguna og fljótlega var ákveðið að gera enn frekari breytingar og endurnýja baðklefa og aðkomu og inngang í laugina.  

Starfsmannaaðstaðan hefur árum saman verið í tjaldi. Mynd: Róbert H. Ingólfsson

Arinbjörn Bernharðsson húsasmíðameistari ásamt Valgeiri A. sem er smiður, hafa yfirumsjón með verkinu. Hafist var handa sl. haust við að skipta um þak og einangra auk þess að gamla klæðningin var rifin og byrjað að grinda. Í vetur hefur vinnan legið niðri, ófærð og veður hafa m.a. hamlað bæði mönnum og aðföngum að komast norður. Nú um páskana á hins vegar að taka upp þráðinn og verður þá ráðist í að brjóta upp gólf og setja nýjar lagnir, brjóta niður innveggi og klæða húsið að utan.

Verkefnið fékk styrk úr sjóðum Brothættra byggða, Áfram Árneshreppur og úr Öndvegissjóði. Þeir styrkir fara langleiðina með að kosta verkefnið en það er samt ekki að fullu fjármagnað, enda óx verkefnið samhliða vinnunni.

Breytingarnar stórbæta alla aðstöðu, auka öryggi og þægindi bæði starfsmanna og gesta. Valgeir er bjartsýnn á að verkið klárist í lok maí og allt verði klárt fyrir komandi ferðamenn í sumar.

Hér má sjá hvernig laugarsvæðið mun líta út að framkvæmdum loknum. Teikning: GM teiknistofa
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Skólakrakkar í Strandabyggð heimsóttu varðskipið Þór sem var við Hólmavík í hefðbundnu eftirliti en einnig reykköfunaræfingu.
Scroll Up