Foreldrafélagið vonsvikið með niðurskurð í tónlistarkennslu

Skrifað af:

Ritstjórn

Mynd: Vlad Vasnetsov

Þann 1. nóvember sl. sendi foreldrafélag leik- og grunnskóla Hólmavíkur eftirfarandi ályktun til sveitarstjórnar í tengslum við niðurskurð Strandabyggðar til tónlistarkennslu. Foreldrafélagið sendi hana einnig á strandir.is og er hún birt hér. Ályktunin var tekin fyrir á síðasta sveitarstjórnarfundi og bókun sveitarfélagsins um málið má sjá fyrir neðan.

Ályktun stjórnar foreldrafélags leik- og grunnskóla Hólmavíkur

„Stjórn foreldrafélagsins lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun sveitarstjórnar að skera niður tónlistarkennslu í grunn- og leikskóla Hólmavíkur. Þessi niðurskurður bitnar ekki hvað síst á yngstu nemendum skólans, á mikilvægustu mótunarárunum, þegar kemur að tónlistarkennslu og mörg hver búin að læra á hljóðfæri hátt í 4 ár. Stjórnin hefur skilning á því ástandi sem nú ríkir og að hagræðingar séu nauðsynlegar, en þessar aðgerðir bitna eingöngu á börnunum. Stjórninni finnst það miður að byrja þurfi niðurskurð á þessu sviði á meðan annar niðurskurður er ekki sýnilegur íbúum. Öflugt tómstundalíf er ein aðalforsenda þess að laða að fjölskyldur með börn og þessi ákvörðun sveitarstjórnar vinnur þvert gegn því markmiði.

Strandabyggð hefur í áraraðir getað státað sig af fjölbreyttu tónlistarlífi. Í ljósi þess hvetur stjórn foreldrafélagsins sveitarstjórn til að kynna sér mikilvægi tónlistarnáms, mikilvægi þess í samfélaginu og sem aðdráttarafl fyrir nýja íbúa.

Strandabyggð má ekki við frekari brottfluttningi fólks af svæðinu vegna skorts á tónlistarnámi, sem í dag er gjarnan talið með grundvallar lífsgæðum.

Samþykkt á stjórnarfundi foreldrafélagsins mánudaginn 1. nóvember 2021.“

Bókun Strandabyggðar um ályktun foreldrafélagsins

5. Ályktun frá stjórn foreldrafélags leik- og grunnskóla
Lögð er fram ályktun dags. 1. nóvember frá stjórn sameinaðs foreldrafélags leik- og grunnskóla. Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið. Umfang tónlistarskólans er minna eftir hagræðingaraðgerðir sem ráðist hefur verið í, en áfram er stefnt að öflugri starfsemi skólans. Eftir breytingarnar er boðið upp á gjaldfrjálsa hóptíma fyrir þrjá yngstu bekkina, ásamt elsta árgang í leikskóla. Hins vegar verða ekki í boði einkatímar fyrir börn í yngstu bekkjum grunnskólans.“

Fundargerð frá sveitarstjórnarfundi Strandabyggðar 9. nóvember.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.