Fjórðungsþingi lokið og gekk vel

Skrifað af:

Ritstjórn

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Mynd: Ásta Þórisdóttir

66. Fjórðungsþing Vestfirðinga og aðalfundadagur Vestfjarðastofu var haldið í dag, miðvikudaginn 2. júní, í Bjarkalundi í Reykhólahreppi. Ágæt mæting var á þingið sem var fyrsta samkoman á vegum Fjórðungssambandsins og Vestfjarðarstofu í langan tíma þar sem fólk hittist í raunheimum. Einnig var samkoma og sameiginlegur kvöldverður fyrir þátttakendur á þriðjudagskvöldinu.

Fjórðungsþingið sjálft var sett í morgun kl. 10 og var einnig streymt á netinu. Dagskrá fundarins var hefðbundin, flutt skýrsla stjórnar, ársreikningar samþykktir og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár. Í þinglok var fundi frestað fram á haust, en samþykkt var að halda haustþing á Ísafirði dagana 29.-30. október nk. og ræða þar sérstaklega um yfirgripsmikla málaflokka; fjármál sveitarfélaga, þjónustuhlutverk þeirra og samvinna. Einnig var samþykkt að halda sérstakt málþing um orkumál.  

Samfélagssáttmáli um fiskeldi á Vestfjörðum

Dagurinn var mikill fundadagur og strax að þinginu loknu var haldinn umræðufundur um Samfélagssáttmála um fiskeldi á Vestfjörðum, þar sem uppkast að sáttmálanum var rætt og fundarmönnum gafst færi á að koma að sínum sjónarmiðum eða athugasemdum um sáttmálann. Margar gagnlegar athugasemdir komu fram og greinilega að mörgu að huga varðandi þessa uppbyggingu. Vestfjarðastofa mun vinna áfram að málinu.

Sædís María Fræðslumiðstöð
Sædís María Jónatansdóttir, forstöðukona, kynnti starfsemi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Þá voru haldnar kynningar á ýmsum samstarfsverkefnum sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Sigurður Halldór Albertsson kynnti starfsemi Náttúrustofu Vestfjarða í fjarfundi, Sif Huld Albertsdóttir kynnti Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks og ræddi mikilvægi samstarfs. Þá kynnti Harpa Lind Kristjánsdóttir starfsemi Starfsendurhæfingar Vestfjarða, Sædís María Jónatansdóttir kynnti starfsemi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Peter Weiss rak lestina með kynningu á starfsemi Háskólaseturs Vestfjarða.

Díana Vestfjarðastofa
Díana Jóhannsdóttir, sviðstjóri atvinnulífs hjá Vestfjarðastofu, kynnti Vestfjarðaleiðina. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Næst var haldinn Ársfundur Vestfjarðastofu og var endurnýjun á Sóknaráætlun Vestfjarða kynnt og rædd þar sérstaklega. Jóhanna Ösp Einarsdóttir í Reykhólahreppi sem er nú formaður Fjórðungssambandsins flutti skýrslu stjórnar og Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu kynnti ársreikning og áætlanir um fjárhag og starfsemi.

Gott að hittast á ný í eigin persónu

Vestfirskt sveitarstjórnarfólk hafði margt á orði að bæði gagnlegt og skemmtilegt væri að hittast á ný í eigin persónu. Nauðsynlegt væri fyrir það að hittast, skiptast á skoðunum og rabba saman, bæði formlega og óformlega. Sveitarfélögin hafa margvíslegt samstarf sín á milli og margt að læra af reynslusögum annarra. Eftir langan fundadag hélt síðan hver til síns heima til að takast á við þau verkefni sem þar bíða.

Frá Fjórðungsþinginu í Bjarkarlundi. Mynd: Ásta Þórisdóttir
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up